Framsókn í 90 ár Jón Sigurðsson skrifar 16. desember 2006 05:00 Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og framtaks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vegagerð, almannatryggingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16.desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum forystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Markmið Framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslendingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn.Frá flokksþingi framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi,“ segir Jón Sigurðsson í tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og framtaks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vegagerð, almannatryggingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16.desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum forystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Markmið Framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslendingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn.Frá flokksþingi framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi,“ segir Jón Sigurðsson í tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. .
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun