Framlag okkar bjargar mannslífum 1. desember 2006 05:00 Í dag verður haldin landssöfnun UNICEF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heimsótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt fulltrúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyldum sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveitahéruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjarlægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfisins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunnskóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfélagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í héruðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður haldin landssöfnun UNICEF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heimsótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt fulltrúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyldum sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveitahéruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjarlægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfisins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunnskóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfélagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í héruðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun