Greiða 208 milljónir fyrir fjóra hektara 30. nóvember 2006 06:15 Norðlingaholt Verð fyrir lóðir í Norðlingaholti hefur hækkað stöðugt á undanförnum árum. MYND/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sammála um að fara með málið fyrir dóm," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfslokasamning við Kjartan Gunnarsson." Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 milljónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifanlegum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupphæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreiknað þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borgin yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borgarráði: „Það hefði væntanlega verið eðlilegt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir," segir Kristbjörg. Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sammála um að fara með málið fyrir dóm," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfslokasamning við Kjartan Gunnarsson." Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 milljónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifanlegum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupphæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreiknað þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borgin yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borgarráði: „Það hefði væntanlega verið eðlilegt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir," segir Kristbjörg.
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira