Greiða 208 milljónir fyrir fjóra hektara 30. nóvember 2006 06:15 Norðlingaholt Verð fyrir lóðir í Norðlingaholti hefur hækkað stöðugt á undanförnum árum. MYND/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sammála um að fara með málið fyrir dóm," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfslokasamning við Kjartan Gunnarsson." Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 milljónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifanlegum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupphæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreiknað þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borgin yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borgarráði: „Það hefði væntanlega verið eðlilegt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir," segir Kristbjörg. Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sammála um að fara með málið fyrir dóm," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfslokasamning við Kjartan Gunnarsson." Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 milljónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifanlegum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupphæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreiknað þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borgin yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borgarráði: „Það hefði væntanlega verið eðlilegt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir," segir Kristbjörg.
Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira