Biðtími fatlaðra barna mun styttast 24. nóvember 2006 01:00 Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR), segir að með fyrirhuguðum breytingum sé stefnt að fjögurra vikna biðtíma frá því beiðni berst og þar til hún er tekin fyrir í inntökuteymi stöðvarinnar. „Þau börn sem eru með alvarlega fatlanir ganga fyrir og þeirra málum verður flýtt eins og frekast er unnt. Aðstandendur barna með vægari fatlanir munu eiga kost á ráðgefandi áliti fagfólks greiningarstöðvarinnar og möguleika á endurkomu að einum til tveimur árum liðnum þar sem samanburður er gerður á stöðu þeirra.“ Breyttar áherslur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins taka gildi í byrjun næsta árs og segir Stefán þær vera í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins og gera ráð fyrir aukinni þjónustu við fötluð börn í nærumhverfi þeirra. Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. „Þessar breytingar munu einnig tryggja foreldrum umönnunarbætur og önnur réttindi á biðtímanum.“ Stefán segir bið eftir þjónustu hjá GRR geta verið langa. „Nú er biðtíminn frá sex mánuðum upp í tvö ár og 300 börn bíða greiningar. Af þessum hóip eru 206 börn á grunnskólaaldri en meðalbiðtími þeirra eru sextán mánuðir. Þau börn sem lengst hafa beðið hafa verið á lista hjá okkur í tæp þrjú ár. Stefnt er að því að eftir skipulagsbreytingarnar verði börn í virkri íhlutun á meðan þau bíða sem þýðir að fylgst er með framförum þeirra og með þessu móti nýtist biðtíminn betur.“ Stefán segir tilvísunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum og að nú fái stöðin 250 tilvísanir á ári. „Við gerðum ráð fyrir að þessi fjölgun væri tímabundin en nú hefur komið á daginn að hún er komin til að vera. Fjölgunina má að hluta til rekja til nýrri og nákvæmari greiningartækja. Stefán segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kalla á fjölgun starfsfólks GRR. Síðustu þrjú árin hafi sex sérfræðingar verið ráðnir til starfa og aðrir sex verði ráðnir á næstu tveimur árum en áætlaður heildarrekstrarkostnaður GRR á næsta ári sé um 300 milljónir. Stefán segir fyrirhugaða skipulagsbreytingu GRR verða prufukeyrða á næsta ári og síðan verði staðan tekin aftur. Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR), segir að með fyrirhuguðum breytingum sé stefnt að fjögurra vikna biðtíma frá því beiðni berst og þar til hún er tekin fyrir í inntökuteymi stöðvarinnar. „Þau börn sem eru með alvarlega fatlanir ganga fyrir og þeirra málum verður flýtt eins og frekast er unnt. Aðstandendur barna með vægari fatlanir munu eiga kost á ráðgefandi áliti fagfólks greiningarstöðvarinnar og möguleika á endurkomu að einum til tveimur árum liðnum þar sem samanburður er gerður á stöðu þeirra.“ Breyttar áherslur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins taka gildi í byrjun næsta árs og segir Stefán þær vera í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins og gera ráð fyrir aukinni þjónustu við fötluð börn í nærumhverfi þeirra. Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. „Þessar breytingar munu einnig tryggja foreldrum umönnunarbætur og önnur réttindi á biðtímanum.“ Stefán segir bið eftir þjónustu hjá GRR geta verið langa. „Nú er biðtíminn frá sex mánuðum upp í tvö ár og 300 börn bíða greiningar. Af þessum hóip eru 206 börn á grunnskólaaldri en meðalbiðtími þeirra eru sextán mánuðir. Þau börn sem lengst hafa beðið hafa verið á lista hjá okkur í tæp þrjú ár. Stefnt er að því að eftir skipulagsbreytingarnar verði börn í virkri íhlutun á meðan þau bíða sem þýðir að fylgst er með framförum þeirra og með þessu móti nýtist biðtíminn betur.“ Stefán segir tilvísunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum og að nú fái stöðin 250 tilvísanir á ári. „Við gerðum ráð fyrir að þessi fjölgun væri tímabundin en nú hefur komið á daginn að hún er komin til að vera. Fjölgunina má að hluta til rekja til nýrri og nákvæmari greiningartækja. Stefán segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kalla á fjölgun starfsfólks GRR. Síðustu þrjú árin hafi sex sérfræðingar verið ráðnir til starfa og aðrir sex verði ráðnir á næstu tveimur árum en áætlaður heildarrekstrarkostnaður GRR á næsta ári sé um 300 milljónir. Stefán segir fyrirhugaða skipulagsbreytingu GRR verða prufukeyrða á næsta ári og síðan verði staðan tekin aftur.
Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira