Gjaldþrot yfir hálfum milljarði 17. nóvember 2006 01:30 Í dómssal Kristján Ra. Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon. MYND/Vilhelm Innan við eitt prósent greiddist upp í samanlagðar kröfur í þrotabú Kristjáns Ra. Kristjánssonar og Árna Þórs Vigfússonar samkvæmt auglýstum skiptalokum í Lögbirtingablaðinu 15. þessa mánaðar. Báðir voru Árni Þór og Kristján Ragnar dæmdir í einu umfangsmesta og umtalaðasta fjársvikamáli landsins, Landssímamálinu svokallaða. Heldur meira var til í búi Kristjáns Ragnars, tæpar 2,7 milljónir króna upp í tæplega 97,2 milljóna króna kröfu, eða 2,74 prósent. Í búi Árna Þórs voru til rétt rúmar 1,4 milljónir króna upp í kröfur sem námu tæpum 443 milljónum króna, eða 0,32 prósent. Samtals námu kröfur í bú Árna Þórs og Kristjáns Ragnar rétt tæpum 540 milljónum króna. Báðir urðu þeir fyrir kostnaði vegna dóma fyrir hylmingu í fjársvikamáli Símans og skattsvikamálum í fyrirtækjum sem þeir tengdust. Þannig var Árni Þór í síðasta mánuði dæmdur í Hæstarétti til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt vegna skattabrota, en Kristján Ragnar var dæmdur til greiðslu 18,5 milljóna króna. Há krafa í þrotabú þeirra skýrist því, að sögn Ingimars Ingimarssonar skiptastjóra bús Árna Þórs, af bótakröfu Símans vegna brota þeirra gegn fyrirtækinu. Bótakröfum Símans hafði verði vísað frá dómi. Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Innan við eitt prósent greiddist upp í samanlagðar kröfur í þrotabú Kristjáns Ra. Kristjánssonar og Árna Þórs Vigfússonar samkvæmt auglýstum skiptalokum í Lögbirtingablaðinu 15. þessa mánaðar. Báðir voru Árni Þór og Kristján Ragnar dæmdir í einu umfangsmesta og umtalaðasta fjársvikamáli landsins, Landssímamálinu svokallaða. Heldur meira var til í búi Kristjáns Ragnars, tæpar 2,7 milljónir króna upp í tæplega 97,2 milljóna króna kröfu, eða 2,74 prósent. Í búi Árna Þórs voru til rétt rúmar 1,4 milljónir króna upp í kröfur sem námu tæpum 443 milljónum króna, eða 0,32 prósent. Samtals námu kröfur í bú Árna Þórs og Kristjáns Ragnar rétt tæpum 540 milljónum króna. Báðir urðu þeir fyrir kostnaði vegna dóma fyrir hylmingu í fjársvikamáli Símans og skattsvikamálum í fyrirtækjum sem þeir tengdust. Þannig var Árni Þór í síðasta mánuði dæmdur í Hæstarétti til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt vegna skattabrota, en Kristján Ragnar var dæmdur til greiðslu 18,5 milljóna króna. Há krafa í þrotabú þeirra skýrist því, að sögn Ingimars Ingimarssonar skiptastjóra bús Árna Þórs, af bótakröfu Símans vegna brota þeirra gegn fyrirtækinu. Bótakröfum Símans hafði verði vísað frá dómi.
Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira