Gagnrýnir dómstóla fyrir skort á reynslu og þekkingu 16. nóvember 2006 06:30 Arnar Jensson Kallar eftir umræðu um málsmeðferðir. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynslan sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa vankanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt." Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstólar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dómstólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu." Arnar segir í grein í Morgunblaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi - Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamiklum sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu" hins vegar." Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stórum málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í réttarríkinu hér á landi og verjendurnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæruvaldið. Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stórum málum." „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta," var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Fréttablaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þessum skrifum sjálfur." Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynslan sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa vankanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt." Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstólar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dómstólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu." Arnar segir í grein í Morgunblaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi - Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamiklum sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu" hins vegar." Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stórum málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í réttarríkinu hér á landi og verjendurnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæruvaldið. Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stórum málum." „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta," var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Fréttablaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þessum skrifum sjálfur."
Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira