Starfsmenn RÚV óttast réttindamissi 15. nóvember 2006 06:45 Starfsmenn Ríkisútvarpsins óttast réttindamissi verði frumvarp um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi að lögum óbreytt. Starfsmenn hafa lengi reynt að fá svör við því hvernig réttindi þeirra verða tryggð, án þess að fá svör. Starfsmenn segjast vera í algjörri óvissu um réttindamál sín og telja það illa meðferð að fá ekki svör við því hvað fram undan sé. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna sendu Páli Magnússyni útvarpsstjóra í gær. G. Pétur Matthíasson, fréttamaður og trúnaðarmaður starfsmanna RÚV, segir að starfsmenn séu að átta sig á að fram undan séu miklar breytingar. „Fólk sér líka að engin skýr tilmæli eru um það í frumvarpinu hvað tekur við. Það er algjörlega óljóst. Mér finnst að menn eigi að koma hreint fram við starfsmenn sem þeir ætla að ráða hér til starfa á ný.“ Í bréfinu segir að láglaunastefna RÚV hafi gjarnan verið réttlætt með því að opinberir starfsmenn njóti betri réttinda en starfsmenn á almennum markaði og að nú líti út fyrir að þessi réttindi falli niður án bóta eða tryggingar að réttindin haldi sér. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki hafa umboð til að gefa yfirlýsingar um réttindamál starfsmanna fyrir félag sem ekki hefur verið stofnað og segir starfs-anda fyrirtækisins góðan. „En ég skil að fólk velti fyrir sér þessum breytingum. Það er eðlilegt að fólk sé uggandi um sinn hag en ég er sannfærður um að þetta verður leyst á farsælan hátt. Fólk ætti ekki að óttast þessar breytingar heldur frekar fagna þeim tækifærum sem í þeim kunna að felast.“ Spurð um réttindamál starfsmanna Ríkisútvarpsins segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að málið sé til meðferðar hjá menntamálanefnd sem muni fara yfir réttindamál starfsmanna. „Málið mun fá sinn eðlilega framgang en ætlunin er að sjálfsögðu að réttindi starfsmanna Ríkisútvarpsins haldist.“ Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins óttast réttindamissi verði frumvarp um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi að lögum óbreytt. Starfsmenn hafa lengi reynt að fá svör við því hvernig réttindi þeirra verða tryggð, án þess að fá svör. Starfsmenn segjast vera í algjörri óvissu um réttindamál sín og telja það illa meðferð að fá ekki svör við því hvað fram undan sé. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna sendu Páli Magnússyni útvarpsstjóra í gær. G. Pétur Matthíasson, fréttamaður og trúnaðarmaður starfsmanna RÚV, segir að starfsmenn séu að átta sig á að fram undan séu miklar breytingar. „Fólk sér líka að engin skýr tilmæli eru um það í frumvarpinu hvað tekur við. Það er algjörlega óljóst. Mér finnst að menn eigi að koma hreint fram við starfsmenn sem þeir ætla að ráða hér til starfa á ný.“ Í bréfinu segir að láglaunastefna RÚV hafi gjarnan verið réttlætt með því að opinberir starfsmenn njóti betri réttinda en starfsmenn á almennum markaði og að nú líti út fyrir að þessi réttindi falli niður án bóta eða tryggingar að réttindin haldi sér. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki hafa umboð til að gefa yfirlýsingar um réttindamál starfsmanna fyrir félag sem ekki hefur verið stofnað og segir starfs-anda fyrirtækisins góðan. „En ég skil að fólk velti fyrir sér þessum breytingum. Það er eðlilegt að fólk sé uggandi um sinn hag en ég er sannfærður um að þetta verður leyst á farsælan hátt. Fólk ætti ekki að óttast þessar breytingar heldur frekar fagna þeim tækifærum sem í þeim kunna að felast.“ Spurð um réttindamál starfsmanna Ríkisútvarpsins segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að málið sé til meðferðar hjá menntamálanefnd sem muni fara yfir réttindamál starfsmanna. „Málið mun fá sinn eðlilega framgang en ætlunin er að sjálfsögðu að réttindi starfsmanna Ríkisútvarpsins haldist.“
Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira