Bretar spara í LÍ 15. nóvember 2006 09:30 Sigurjón Árnason er ánægður með árangurinn í Bretlandi. MYND/GVA Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjallað mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neytendadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikningseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í einhverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almennings frá grunni," segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann einfaldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavettvangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd," segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjallað mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neytendadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikningseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í einhverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almennings frá grunni," segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann einfaldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavettvangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd," segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira