Landsvirkjun vill öll vatnsréttindi í ánni 10. nóvember 2006 02:30 Vatnsréttindi við Jökulsá á Dal. Vatnsrétthafar árinnar telja að Landsvirkjun vilji nú fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi hennar, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu. Landsvirkjun hefur, að mati vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal, sett fram nýja kröfu um að fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi við Jökulsá á Dal, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu heldur líka yfirfallsvatnið sem ekkert er nýtt og rennur í farveginum til sjávar og öll vatnsréttindi sem koma neðar í ána. Jón Jónsson hdl. segir þessa kröfu koma vatnsréttarhöfum mjög á óvart. „Við getum ekki sagt til um hver ástæðan fyrir þessari kröfu er en hugsanlega er Landsvirkjun að huga að frekari virkjunum út Jökulsá á Dal. Það verða þó nokkrir virkjunarkostir út ána en þá er þetta mál farið að snúast um allt annað en það ætti að gera,“ segir Jón og telur enga nauðsyn eða tilgang fyrir Landsvirkjun að eiga þessi réttindi. „Þetta verður þeim dýrt því þeir þurfa að leysa til sín meiri réttindi en þeir þurfa. Þetta hefur komið okkur mjög á óvart og við áttum okkur ekki alveg á þessari kröfu,“ segir hann og telur að krafan geti ekki náð fram að ganga með vísan til eignarnámsreglna. Þórður Bogason hdl., lögmaður Landsvirkjunar, mótmælir því að um nýja kröfu sé að ræða. Hann segir að þarna sé bara verið að gefa nánari útskýringar að ósk vatnsréttarhafa. Hann segir að Landsvirkjun telji að ekki sé unnt að framselja hluta orkunýtingarréttindanna vegna farvegar Jökuls-ár á Dal enda gegni þessi farvegur áfram hlutverki fyrir Kárahnjúkavirkjun. Alltaf hafi verið miðað við það. Hann tekur skýrt fram að vatnsréttindi í hliðarám Jöklu neðan stíflu verði alfarið áfram í eigu vatnsréttarhafa. „Það eru engin áform mér vitanlega um virkjanir í Jökulsá á Dal og ég dreg í efa að það sé fýsilegt, bæði af hagkvæmnisástæðum og ekki síður umhverfisástæðum,“ segir hann. Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal höfðu gert kröfu um 60 milljarða króna fyrir vatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar og byggðist sú krafa fyrst og fremst á markaðsverði. Landsvirkjun hefur boðið 150–375 milljónir króna sem samsvarar tekjum vatnsréttarhafa af tíu megawatta smávirkjun. Kárahnjúkavirkjun er 690 megawött. Vatnsréttindamálið er til meðferðar hjá matsnefnd og má búast við að hreyfing komist á það í byrjun næsta árs. Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Landsvirkjun hefur, að mati vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal, sett fram nýja kröfu um að fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi við Jökulsá á Dal, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu heldur líka yfirfallsvatnið sem ekkert er nýtt og rennur í farveginum til sjávar og öll vatnsréttindi sem koma neðar í ána. Jón Jónsson hdl. segir þessa kröfu koma vatnsréttarhöfum mjög á óvart. „Við getum ekki sagt til um hver ástæðan fyrir þessari kröfu er en hugsanlega er Landsvirkjun að huga að frekari virkjunum út Jökulsá á Dal. Það verða þó nokkrir virkjunarkostir út ána en þá er þetta mál farið að snúast um allt annað en það ætti að gera,“ segir Jón og telur enga nauðsyn eða tilgang fyrir Landsvirkjun að eiga þessi réttindi. „Þetta verður þeim dýrt því þeir þurfa að leysa til sín meiri réttindi en þeir þurfa. Þetta hefur komið okkur mjög á óvart og við áttum okkur ekki alveg á þessari kröfu,“ segir hann og telur að krafan geti ekki náð fram að ganga með vísan til eignarnámsreglna. Þórður Bogason hdl., lögmaður Landsvirkjunar, mótmælir því að um nýja kröfu sé að ræða. Hann segir að þarna sé bara verið að gefa nánari útskýringar að ósk vatnsréttarhafa. Hann segir að Landsvirkjun telji að ekki sé unnt að framselja hluta orkunýtingarréttindanna vegna farvegar Jökuls-ár á Dal enda gegni þessi farvegur áfram hlutverki fyrir Kárahnjúkavirkjun. Alltaf hafi verið miðað við það. Hann tekur skýrt fram að vatnsréttindi í hliðarám Jöklu neðan stíflu verði alfarið áfram í eigu vatnsréttarhafa. „Það eru engin áform mér vitanlega um virkjanir í Jökulsá á Dal og ég dreg í efa að það sé fýsilegt, bæði af hagkvæmnisástæðum og ekki síður umhverfisástæðum,“ segir hann. Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal höfðu gert kröfu um 60 milljarða króna fyrir vatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar og byggðist sú krafa fyrst og fremst á markaðsverði. Landsvirkjun hefur boðið 150–375 milljónir króna sem samsvarar tekjum vatnsréttarhafa af tíu megawatta smávirkjun. Kárahnjúkavirkjun er 690 megawött. Vatnsréttindamálið er til meðferðar hjá matsnefnd og má búast við að hreyfing komist á það í byrjun næsta árs.
Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira