Bretar með hótanir vegna hvalveiðanna 21. október 2006 08:00 Hvalur 9 Hvalskipið hefur nú verið á miðunum í fjóra sólarhringa án þess að setja í hval. Sjávarútvegsráðherra segir kollega sinn hafa í illa dulbúnum hótunum við Íslendinga vegna veiðanna. MYND/GVA Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að erfitt sé annað en að skilja orð Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í fjölmiðlum undanfarið en sem dulbúna hótun. Bradshaw sagði Íslendinga barnalega ef þeir ímynduðu sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar myndi ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Einar spyr sig hvort Bradshaw hafi haft uppi svipuð mótmæli við hvalveiðiþjóðirnar Japan, Bandaríkin, Noreg og Rússland. „Ég trúi ekki öðru en hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og hafi haft uppi svipuð varnaðarorð um áhrif hvalveiða þessara þjóða á tvíhliðasamskipti við Breta,“ segir sjávarútvegsráðherra. Aðspurður segist Einar ekki geta gert sér það í hugarlund hvernig þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna. „Ég veit það ekki og vil ekki vera með neinar getgátur í þeim efnum.“ Hitt segist Einar hafa vitað lengi að Ben Bradshaw sé eindregið á móti hvalveiðum. „Breski sendiherrann túlkaði það þannig að breska ríkisstjórnin væri á móti hvalveiðum af öllu tagi og á þá greinilega við að Bretar séu ekki fylgjandi sjálfbærri auðlindanýtingu. Það er heilmikil yfirlýsing í sjálfu sér og hlýtur að stugga við raunverulegum náttúruverndarsinnum í heiminum.“ Bradshaw hefur í orðræðu sinni um atvinnuhvalveiðar Íslendinga á síðustu dögum kosið að nýta ekki upplýsingar vísindamanna um stofnstærð hvala við Íslandsstrendur; upplýsingar sem Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að séu réttar. Þetta segir Einar vera mjög eftirtektarvert. „Það liggur fyrir vísindalegt mat þeirra sem best til þekkja og ljóst að ef breski ráðherrann kýs að virða þessar upplýsingar að vettugi og tala út frá öðru sem ekki eru vísindalegar staðreyndir þá er ekki að furða að hann hafi lent inn á þær villugötur sem raun ber vitni.“ Einar telur að það sama megi segja um mótmæli Evrópusambandsins sem í gær fordæmdu hvalveiðar Íslendinga. „Það getur ekki verið að svo virðuleg stofnun byggi á bestu fáanlegu vísindalegri þekkingu um hvalveiðar fyrst hún ályktar með þeim hætti sem hún gerir. Mér finnst viðbrögð Bandaríkjanna hins vegar hófstillt á margan hátt.“ Innlent Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að erfitt sé annað en að skilja orð Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í fjölmiðlum undanfarið en sem dulbúna hótun. Bradshaw sagði Íslendinga barnalega ef þeir ímynduðu sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar myndi ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Einar spyr sig hvort Bradshaw hafi haft uppi svipuð mótmæli við hvalveiðiþjóðirnar Japan, Bandaríkin, Noreg og Rússland. „Ég trúi ekki öðru en hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og hafi haft uppi svipuð varnaðarorð um áhrif hvalveiða þessara þjóða á tvíhliðasamskipti við Breta,“ segir sjávarútvegsráðherra. Aðspurður segist Einar ekki geta gert sér það í hugarlund hvernig þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna. „Ég veit það ekki og vil ekki vera með neinar getgátur í þeim efnum.“ Hitt segist Einar hafa vitað lengi að Ben Bradshaw sé eindregið á móti hvalveiðum. „Breski sendiherrann túlkaði það þannig að breska ríkisstjórnin væri á móti hvalveiðum af öllu tagi og á þá greinilega við að Bretar séu ekki fylgjandi sjálfbærri auðlindanýtingu. Það er heilmikil yfirlýsing í sjálfu sér og hlýtur að stugga við raunverulegum náttúruverndarsinnum í heiminum.“ Bradshaw hefur í orðræðu sinni um atvinnuhvalveiðar Íslendinga á síðustu dögum kosið að nýta ekki upplýsingar vísindamanna um stofnstærð hvala við Íslandsstrendur; upplýsingar sem Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að séu réttar. Þetta segir Einar vera mjög eftirtektarvert. „Það liggur fyrir vísindalegt mat þeirra sem best til þekkja og ljóst að ef breski ráðherrann kýs að virða þessar upplýsingar að vettugi og tala út frá öðru sem ekki eru vísindalegar staðreyndir þá er ekki að furða að hann hafi lent inn á þær villugötur sem raun ber vitni.“ Einar telur að það sama megi segja um mótmæli Evrópusambandsins sem í gær fordæmdu hvalveiðar Íslendinga. „Það getur ekki verið að svo virðuleg stofnun byggi á bestu fáanlegu vísindalegri þekkingu um hvalveiðar fyrst hún ályktar með þeim hætti sem hún gerir. Mér finnst viðbrögð Bandaríkjanna hins vegar hófstillt á margan hátt.“
Innlent Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira