Ókeypis skólamáltíðir kosta nærri hálfan milljarð í viðbót 18. október 2006 07:30 Í Fossvogsskóla Krakkarnir í Fossvogsskóla voru ánægð með lambakjötið í hádeginu í gær. Maturinn kostar 5.000 krónur á hvert barn fyrir októbermánuð. MYND/Pjetur Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Menntaráð Reykjavíkur ræddi á mánudag tillögu vinstri grænna um að frá og með haustinu 2007 yrði hætt að taka gjald af grunnskólanemendum fyrir hádegismat og vegna dvalar á frístundaheimilum eftir að venjulegum skólatíma lýkur. Július Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og aðrir fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ráðinu upplýstu að kostnaður borgarinnar myndi aukast um ofangreindan hálfan milljarð við frían hádegismat. Afgreiðslu tillögu vinstri grænna var frestað en meirihlutinn í menntaráði sagði tillöguna gefa tilefni til að fara yfir og tryggja að engin börn þyrftu að sleppa skólamáltíðum af fjárhagslegum ástæðum. Bent var á að þjónustumiðstöðvar byðu félagsleg úrræði þegar þannig stæði á. Fréttir hefðu einnig verið að berast af því að skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla fylgdust með og brygðust við. „Meirihlutinn tekur nauðsynlegt að kanna hversu mikill fjöldi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki notið skólamáltíða vegna fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun meirihlutans sem fól sviðsstjóra menntasviðs að athuga þetta mál. Einnig segir meirihluti menntaráðs ástæðu til þess að kanna kostnað við að taka upp systkinaafslátt vegna skólamáltíða og vegna frístundaheimilis. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna í menntaráði, sagði ánægjulegt að meirihlutinn tæki tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði síðan eftir því að unnið yrði sundurliðað yfirlit yfir hlut foreldra í kostnaði við hádegismat í grunnskólunum. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Menntaráð Reykjavíkur ræddi á mánudag tillögu vinstri grænna um að frá og með haustinu 2007 yrði hætt að taka gjald af grunnskólanemendum fyrir hádegismat og vegna dvalar á frístundaheimilum eftir að venjulegum skólatíma lýkur. Július Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og aðrir fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ráðinu upplýstu að kostnaður borgarinnar myndi aukast um ofangreindan hálfan milljarð við frían hádegismat. Afgreiðslu tillögu vinstri grænna var frestað en meirihlutinn í menntaráði sagði tillöguna gefa tilefni til að fara yfir og tryggja að engin börn þyrftu að sleppa skólamáltíðum af fjárhagslegum ástæðum. Bent var á að þjónustumiðstöðvar byðu félagsleg úrræði þegar þannig stæði á. Fréttir hefðu einnig verið að berast af því að skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla fylgdust með og brygðust við. „Meirihlutinn tekur nauðsynlegt að kanna hversu mikill fjöldi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki notið skólamáltíða vegna fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun meirihlutans sem fól sviðsstjóra menntasviðs að athuga þetta mál. Einnig segir meirihluti menntaráðs ástæðu til þess að kanna kostnað við að taka upp systkinaafslátt vegna skólamáltíða og vegna frístundaheimilis. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna í menntaráði, sagði ánægjulegt að meirihlutinn tæki tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði síðan eftir því að unnið yrði sundurliðað yfirlit yfir hlut foreldra í kostnaði við hádegismat í grunnskólunum.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira