Karlmenn á Austurlandi vinna mest 8. október 2006 05:30 Við vegavinnu. Heildarlaun karla í fullu starfi eru um tvö hundruð sjötíu og níu þúsund krónur á mánuði og meðal dagvinnulaun þeirra í fullu starfi eru um hundrað áttatíu og sjö þúsund krónur. Konurnar sitja eftir í launum. Þessi mynd er tekin af mönnum við vegavinnu í sumar og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Meira en helmingur félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands telur að hann standi betur fjárhagslega nú en fyrir þremur árum. Mikill meirihluti hefur fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hærra matvöruverði. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- og kjarakönnunar Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á föstudag. Ríflega sextíu prósent svarenda telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum og yfir áttatíu prósent hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði. Heildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru tæp tvö hundruð fjörutíu og fjögur þúsund krónur að meðaltali, karlar eru þá með tæp tvö hundruð sjötíu og níu þúsund í heildarlaun og konur hundrað áttatíu og átta þúsund. Meðal dagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp hundrað áttatíu og sjö þúsund og kvenna tæp hundrað og fimmtíu þúsund. Umönnunarhópurinn innan Starfsgreinasambandsins er ósáttastur við launin sín og konur eru ósáttari en karlar. Vinnutíminn er langur hjá félagsmönnum Eflingar. Hjá þeim sem eru í fullu starfi eru meðalvinnustundir tæplega fimmtíu á viku og meðalyfirvinnustundir tólf. Íbúar á Austurlandi skera sig úr fyrir langan vinnutíma en þeir vinna að meðaltali tæplega sautján yfirvinnustundir á viku. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að könnunin staðfesti langan vinnutíma félagsmanna. „Það er eitthvað sem við þurfum klárlega horfa á. Í könnuninni fáum við líka staðfestan launamun kynjanna, konurnar sitja aðeins eftir og það er eitthvað sem við þurfum skoða betur,“ segir hún. Í könnuninni kemur fram að mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun síðustu tólf mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir, eða einungis tuttugu og eitt prósent kvenna á móti þrjátíu og þremur prósentum karla. Mikill meirihluti þeirra sem óskuðu eftir launahækkun fékk hækkun í kjölfarið. Tekið var þrjú þúsund og fimm hundruð manna úrtak úr félagaskrám Starfsgreinasambandsins. Svarhlutfall var 50,4 prósent. Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Meira en helmingur félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands telur að hann standi betur fjárhagslega nú en fyrir þremur árum. Mikill meirihluti hefur fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hærra matvöruverði. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- og kjarakönnunar Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á föstudag. Ríflega sextíu prósent svarenda telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum og yfir áttatíu prósent hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði. Heildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru tæp tvö hundruð fjörutíu og fjögur þúsund krónur að meðaltali, karlar eru þá með tæp tvö hundruð sjötíu og níu þúsund í heildarlaun og konur hundrað áttatíu og átta þúsund. Meðal dagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp hundrað áttatíu og sjö þúsund og kvenna tæp hundrað og fimmtíu þúsund. Umönnunarhópurinn innan Starfsgreinasambandsins er ósáttastur við launin sín og konur eru ósáttari en karlar. Vinnutíminn er langur hjá félagsmönnum Eflingar. Hjá þeim sem eru í fullu starfi eru meðalvinnustundir tæplega fimmtíu á viku og meðalyfirvinnustundir tólf. Íbúar á Austurlandi skera sig úr fyrir langan vinnutíma en þeir vinna að meðaltali tæplega sautján yfirvinnustundir á viku. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að könnunin staðfesti langan vinnutíma félagsmanna. „Það er eitthvað sem við þurfum klárlega horfa á. Í könnuninni fáum við líka staðfestan launamun kynjanna, konurnar sitja aðeins eftir og það er eitthvað sem við þurfum skoða betur,“ segir hún. Í könnuninni kemur fram að mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun síðustu tólf mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir, eða einungis tuttugu og eitt prósent kvenna á móti þrjátíu og þremur prósentum karla. Mikill meirihluti þeirra sem óskuðu eftir launahækkun fékk hækkun í kjölfarið. Tekið var þrjú þúsund og fimm hundruð manna úrtak úr félagaskrám Starfsgreinasambandsins. Svarhlutfall var 50,4 prósent.
Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira