Hafnarvigtin á útopnu 3. október 2006 06:15 ÓMAR MÁR JÓNSSON Allt á hárréttri leið. „Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“ Sjóstangaveiðimennirnir eru þýskir, koma í vikuferðir til Súðavíkur og Tálknafjarðar, veiða á sérútbúnum bátum og gista í þorpunum, tveir til fimm manns í hóp. Ómar segir ferðamennina hafa dásamað aðstöðuna. „Þeir sem þekkja svona frá Noregi eru miklu ánægðari með aðstöðuna hér og ekki skemmir veiðin fyrir. Þeir eru mest að fá þorsk, en ef þeir fá steinbít eða stóra lúðu er ferðinni reddað. Þá stilla þeir sér upp með fiskinn og taka myndir. Hver gestur má taka með sér tuttugu kíló af flökuðum fiski og allir veiddu auðveldlega upp í þann skammt.“ Ómar segir gestina hafa verið mikla vinnukarla. „Þeir eru mjög fókuseraðir á veiðina og voru ekkert að velta því fyrir sér hvað væri fyrir utan Súðavík. Þeir eru eiginlega eins og Íslendingar á sólarströnd sem nota síðustu tvo tímana áður en flogið er heim til að liggja í sólbaði, nema hvað Þjóðverjarnir veiða fram á síðustu mínútu. Þetta eru góðir ferðamenn, kurteisir og þægilegir, en kannski full íhaldssamir á budduna.“ Þótt aðalbókunartíminn sé ekki byrjaður eru um þúsund manns þegar búnir að bóka ferðir næsta sumar. Þá bætast við tvö byggðarlög sem bjóða upp á þessa þjónustu, Bíldudalur og Suðureyri. „Þetta er eitthvað magnaðasta ferðaþjónustuverkefni síðustu ára á Vestfjörðum,“ segir Ómar að lokum, ánægður með sumarið og bjartsýnn á framhaldið. Innlent Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Sjá meira
„Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“ Sjóstangaveiðimennirnir eru þýskir, koma í vikuferðir til Súðavíkur og Tálknafjarðar, veiða á sérútbúnum bátum og gista í þorpunum, tveir til fimm manns í hóp. Ómar segir ferðamennina hafa dásamað aðstöðuna. „Þeir sem þekkja svona frá Noregi eru miklu ánægðari með aðstöðuna hér og ekki skemmir veiðin fyrir. Þeir eru mest að fá þorsk, en ef þeir fá steinbít eða stóra lúðu er ferðinni reddað. Þá stilla þeir sér upp með fiskinn og taka myndir. Hver gestur má taka með sér tuttugu kíló af flökuðum fiski og allir veiddu auðveldlega upp í þann skammt.“ Ómar segir gestina hafa verið mikla vinnukarla. „Þeir eru mjög fókuseraðir á veiðina og voru ekkert að velta því fyrir sér hvað væri fyrir utan Súðavík. Þeir eru eiginlega eins og Íslendingar á sólarströnd sem nota síðustu tvo tímana áður en flogið er heim til að liggja í sólbaði, nema hvað Þjóðverjarnir veiða fram á síðustu mínútu. Þetta eru góðir ferðamenn, kurteisir og þægilegir, en kannski full íhaldssamir á budduna.“ Þótt aðalbókunartíminn sé ekki byrjaður eru um þúsund manns þegar búnir að bóka ferðir næsta sumar. Þá bætast við tvö byggðarlög sem bjóða upp á þessa þjónustu, Bíldudalur og Suðureyri. „Þetta er eitthvað magnaðasta ferðaþjónustuverkefni síðustu ára á Vestfjörðum,“ segir Ómar að lokum, ánægður með sumarið og bjartsýnn á framhaldið.
Innlent Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Sjá meira