Erlendar skuldir geta varla lækkað meira 3. október 2006 07:15 Sterk staða Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir stöðu ríkissjóðs vera að styrkjast. Erlendar skuldir séu orðnar það lágar að þær verði varla lækkaðar meira. Hann kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2007 á Selfossi í gær. MYND/Pjetur Staða ríkissjóðs er að styrkjast. Við sjáum fram á meiri styrk til lengri tíma en áður sem gefur okkur aukna möguleika á að gera ýmsa hluti, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps næsta árs í gær. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs rúmir 373 milljarðar króna en gjöldin tæpir 358 milljarðar. Mismunurinn er 15,5 milljarða króna afgangur. Forsendur frumvarpsins eru talsvert breyttar frá því að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins var gerð og munar þar bæði á tekju- og gjaldahliðinni. Var í langtímaáætlun búist við að tekjurnar yrðu 35 milljörðum lægri og útgjöldin 23 milljörðum lægri. Þá sparar sérstakt aðhald, sem nemur tveimur prósentum í flestum málaflokkum, rúma tíu milljarða frá því sem miðað var við í langtímaáætlun. Árni Mathiesen segir að þótt tekjuafgangurinn verði nýttur að einhverju leyti til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sé ekki lögð á það jafn rík áhersla og áður. Þær eru orðnar það lágar að við þurfum að hafa sérstaka áætlun í gangi til að halda ríkisskuldabréfamarkaðnum virkum og því má segja að við séum komin á það stig að við getum varla farið með skuldirnar lengra niður. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2007 lækka um 1,7 milljarða frá því sem ráðgert er að þær verði á þessu ári. Skatttekjurnar lækka um 4,4 milljarða. Framlög til almannatrygginga og útgjöld vegna barnabóta aukast á árinu. Brotthvarfi varnarliðsins fylgir nokkur kostnaður sem felst fyrst og fremst í yfirtöku Keflavíkurflugvallar og eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Rúmum átján milljörðum króna verður varið til nýrra framkvæmda á árinu og fer bróðurhlutinn í samgönguframkvæmdir. Skipting fjárins milli einstakra framkvæmda verður tíunduð í samgönguáætlun sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Frumvarpið ráðgerir að einkaneysla lækki um tvö prósent á milli ára. Árni segist búast við að fólk eyði minna og fjárfesti síður í neysluvörum á nýju ári enda hefur manni þótt ansi vel lagt í þá þætti að undanförnu. Heimilin hafa nýtt sér hagstætt gengi og sterka stöðu. Hann segir þó ekki víst að fólk finni þetta á eigin skinni en það muni sjást í tölfræðinni. Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Staða ríkissjóðs er að styrkjast. Við sjáum fram á meiri styrk til lengri tíma en áður sem gefur okkur aukna möguleika á að gera ýmsa hluti, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps næsta árs í gær. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs rúmir 373 milljarðar króna en gjöldin tæpir 358 milljarðar. Mismunurinn er 15,5 milljarða króna afgangur. Forsendur frumvarpsins eru talsvert breyttar frá því að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins var gerð og munar þar bæði á tekju- og gjaldahliðinni. Var í langtímaáætlun búist við að tekjurnar yrðu 35 milljörðum lægri og útgjöldin 23 milljörðum lægri. Þá sparar sérstakt aðhald, sem nemur tveimur prósentum í flestum málaflokkum, rúma tíu milljarða frá því sem miðað var við í langtímaáætlun. Árni Mathiesen segir að þótt tekjuafgangurinn verði nýttur að einhverju leyti til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sé ekki lögð á það jafn rík áhersla og áður. Þær eru orðnar það lágar að við þurfum að hafa sérstaka áætlun í gangi til að halda ríkisskuldabréfamarkaðnum virkum og því má segja að við séum komin á það stig að við getum varla farið með skuldirnar lengra niður. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2007 lækka um 1,7 milljarða frá því sem ráðgert er að þær verði á þessu ári. Skatttekjurnar lækka um 4,4 milljarða. Framlög til almannatrygginga og útgjöld vegna barnabóta aukast á árinu. Brotthvarfi varnarliðsins fylgir nokkur kostnaður sem felst fyrst og fremst í yfirtöku Keflavíkurflugvallar og eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Rúmum átján milljörðum króna verður varið til nýrra framkvæmda á árinu og fer bróðurhlutinn í samgönguframkvæmdir. Skipting fjárins milli einstakra framkvæmda verður tíunduð í samgönguáætlun sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Frumvarpið ráðgerir að einkaneysla lækki um tvö prósent á milli ára. Árni segist búast við að fólk eyði minna og fjárfesti síður í neysluvörum á nýju ári enda hefur manni þótt ansi vel lagt í þá þætti að undanförnu. Heimilin hafa nýtt sér hagstætt gengi og sterka stöðu. Hann segir þó ekki víst að fólk finni þetta á eigin skinni en það muni sjást í tölfræðinni.
Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira