Vændiskonur leita skjóls fyrir dólgum 3. október 2006 03:30 Íslenskar konur sem stundað hafa vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og í Kvennaathvarfið á undanförnum misserum til þess að flýja undan þeim mönnum sem hafa selt þær. Þær eru oft í afar slæmu andlegu og líkamlegu ástandi eftir kúgun og líkamsmeiðingar. Þetta staðfesta þær Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Á síðasta ári voru nítján konur, sem á einhverjum tíma höfðu stundað vændi, í samskiptum við Stígamót,“ segir Guðrún. „Af þeim voru tíu ný mál og níu eldri, vegna þess að þær konur sem hafa stundað vændi eru gjarnan í löngum samskiptum við Stígamót. Í nokkrum þessara tilvika voru konurnar að flýja þessa svokölluðu dólga, það er mennina sem höfðu tekjur af því að selja þær. Þessi tilvik voru ekki mörg, en þau voru þeim mun alvarlegri. Þær áttu það sameiginlegt að þær voru skelfingu lostnar og búið að misþyrma þeim gróflega bæði andlega og líkamlega. Tvisvar sinnum höfum við hjálpað konum úr landi til að þær kæmust út úr neti karla sem misnotað hafa þær með þessum hætti.“ Guðrún segir að þær konur sem leiðst hafi út í vændi og leiti til Stígamóta séu yfirleitt á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. „Sú yngsta sem ég man eftir var fimmtán ára,“ segir hún. „Oft hafa þessar konur leitað til okkar vegna kynferðisofbeldis. Síðan hefur þessi hlið mála, það er vændið, komið upp á yfirborðið, en það hefur yfirleitt tekið þó nokkurn tíma, og gerist ekki fyrr en þær eru orðnar öruggar í samskiptum við okkur.“ Guðrún segir enn fremur að ákveðin skörun sé milli vændis og fíkniefnaheimsins. Sá heimur lúti ekki sömu lögum og reglum og heimurinn sem hinn almenni borgari lifi í. Þar sé ekki hægt að kalla lögreglu til hjálpar. Þar sé lykilorðið „hefnd“. Þær konur sem flækst hafi í sambönd með mönnum úr fíkniefnaheiminum verði fyrir grófasta ofbeldinu og hótununum. Þær eigi jafnframt minnstu möguleikana á að komast út úr vændisvítahringnum. „Ég get staðfest það að til okkar hafa leitað íslenskar vændiskonur sem hafa lent í hörðu kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi,“ segir Sigþrúður hjá Kvennaathvarfinu. Hún kvaðst ekki hafa tölur yfir tíðnina. „Í þeim tilvikum sem þær eru að flýja dólgana er oft um „kærasta“ að ræða, sem selur þær, gjarnan í tengslum við fíkniefni. Þessar konur eru oft hart leiknar þegar þær koma til okkar.“ Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Íslenskar konur sem stundað hafa vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og í Kvennaathvarfið á undanförnum misserum til þess að flýja undan þeim mönnum sem hafa selt þær. Þær eru oft í afar slæmu andlegu og líkamlegu ástandi eftir kúgun og líkamsmeiðingar. Þetta staðfesta þær Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Á síðasta ári voru nítján konur, sem á einhverjum tíma höfðu stundað vændi, í samskiptum við Stígamót,“ segir Guðrún. „Af þeim voru tíu ný mál og níu eldri, vegna þess að þær konur sem hafa stundað vændi eru gjarnan í löngum samskiptum við Stígamót. Í nokkrum þessara tilvika voru konurnar að flýja þessa svokölluðu dólga, það er mennina sem höfðu tekjur af því að selja þær. Þessi tilvik voru ekki mörg, en þau voru þeim mun alvarlegri. Þær áttu það sameiginlegt að þær voru skelfingu lostnar og búið að misþyrma þeim gróflega bæði andlega og líkamlega. Tvisvar sinnum höfum við hjálpað konum úr landi til að þær kæmust út úr neti karla sem misnotað hafa þær með þessum hætti.“ Guðrún segir að þær konur sem leiðst hafi út í vændi og leiti til Stígamóta séu yfirleitt á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. „Sú yngsta sem ég man eftir var fimmtán ára,“ segir hún. „Oft hafa þessar konur leitað til okkar vegna kynferðisofbeldis. Síðan hefur þessi hlið mála, það er vændið, komið upp á yfirborðið, en það hefur yfirleitt tekið þó nokkurn tíma, og gerist ekki fyrr en þær eru orðnar öruggar í samskiptum við okkur.“ Guðrún segir enn fremur að ákveðin skörun sé milli vændis og fíkniefnaheimsins. Sá heimur lúti ekki sömu lögum og reglum og heimurinn sem hinn almenni borgari lifi í. Þar sé ekki hægt að kalla lögreglu til hjálpar. Þar sé lykilorðið „hefnd“. Þær konur sem flækst hafi í sambönd með mönnum úr fíkniefnaheiminum verði fyrir grófasta ofbeldinu og hótununum. Þær eigi jafnframt minnstu möguleikana á að komast út úr vændisvítahringnum. „Ég get staðfest það að til okkar hafa leitað íslenskar vændiskonur sem hafa lent í hörðu kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi,“ segir Sigþrúður hjá Kvennaathvarfinu. Hún kvaðst ekki hafa tölur yfir tíðnina. „Í þeim tilvikum sem þær eru að flýja dólgana er oft um „kærasta“ að ræða, sem selur þær, gjarnan í tengslum við fíkniefni. Þessar konur eru oft hart leiknar þegar þær koma til okkar.“
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira