Herleysinu fagnað 2. október 2006 06:30 Á miðnesheiði Mikill fjöldi herstöðvaandstæðinga fór í skoðunarferð um varnarliðssvæðið í fylgd leiðsögumanna og kyrjaði baráttusöngva þrátt fyrir bann við háreysti.Fréttablaðið/Víkurfréttir Í kringum 70 herstöðvaandstæðingar fylktu liði til Suðurnesja í gær og skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði, fyrstir almennra borgara eftir að Bandaríkjaher yfirgaf svæðið í gær. Ferðin var farin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðina og fór hópurinn um varnarsvæðið fyrrverandi í fylgd leiðsögumanns sem sýndi þeim markverðustu og menguðustu staði þess. Hópurinn hóf einnig upp raust sína af og til og kyrjaði alkunna baráttusöngva sína. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott hefur slagorð samtakanna þó tekið breytingum, og í stað hins gamalkunna „Ísland úr NATÓ - herinn á brott" stóð á skiltum þeirra slagorðið „Ísland úr NATÓ - herinn frá Írak". Svæðið telst þó enn vera varnarsvæði og því var hópnum gert að lúta ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi. „Þetta var mikill gleðidagur," sagði Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþingmaður vinstri grænna, sem var í ferðinni. „Manni auðnaðist sú gæfa að lifa þennan dásamlega dag og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og voru greinilega mjög hamingjusamir með að herinn væri farinn." En brotthvarfi varnarliðsins var fagnað víðar. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði hélt almennan borgarafund og hátíð á NASA við Austurvöll í gær af því tilefni, sem bar nafnið „Vopnin kvödd". Vopnin kvödd Jón Baldvin Hannibalsson flutti hátíðarræðu fyrir fullu húsi á NASA við Austurvöll. Fréttablaðið / vilhelm Á fundinum flutti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, innblásna hátíðarræðu auk þess sem ýmsir listamenn stigu á svið. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson flutti ávarp, og læknirinn og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted las ljóð sem, Matthías Johannessen orti í tilefni dagsins, og ber nafnið „1. október". „Því var svo vel tekið að hún var beðin að koma á sviðið að lesa það aftur," sagði Hans Kristján Árnason, einn forvígismanna Þjóðarhreyfingarinnar. Hann kvaðst ánægður með samkomuna. „Það var ljómandi vel mætt og samdóma álit allra að þetta hafi verið með smekklegustu samkomum sem haldnar hafa verið." Þá segir hann ræður þeirra Jóns Baldvins og Péturs tímamótaræður sem eflaust endi í sögubókunum. Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Í kringum 70 herstöðvaandstæðingar fylktu liði til Suðurnesja í gær og skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði, fyrstir almennra borgara eftir að Bandaríkjaher yfirgaf svæðið í gær. Ferðin var farin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðina og fór hópurinn um varnarsvæðið fyrrverandi í fylgd leiðsögumanns sem sýndi þeim markverðustu og menguðustu staði þess. Hópurinn hóf einnig upp raust sína af og til og kyrjaði alkunna baráttusöngva sína. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott hefur slagorð samtakanna þó tekið breytingum, og í stað hins gamalkunna „Ísland úr NATÓ - herinn á brott" stóð á skiltum þeirra slagorðið „Ísland úr NATÓ - herinn frá Írak". Svæðið telst þó enn vera varnarsvæði og því var hópnum gert að lúta ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi. „Þetta var mikill gleðidagur," sagði Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþingmaður vinstri grænna, sem var í ferðinni. „Manni auðnaðist sú gæfa að lifa þennan dásamlega dag og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og voru greinilega mjög hamingjusamir með að herinn væri farinn." En brotthvarfi varnarliðsins var fagnað víðar. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði hélt almennan borgarafund og hátíð á NASA við Austurvöll í gær af því tilefni, sem bar nafnið „Vopnin kvödd". Vopnin kvödd Jón Baldvin Hannibalsson flutti hátíðarræðu fyrir fullu húsi á NASA við Austurvöll. Fréttablaðið / vilhelm Á fundinum flutti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, innblásna hátíðarræðu auk þess sem ýmsir listamenn stigu á svið. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson flutti ávarp, og læknirinn og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted las ljóð sem, Matthías Johannessen orti í tilefni dagsins, og ber nafnið „1. október". „Því var svo vel tekið að hún var beðin að koma á sviðið að lesa það aftur," sagði Hans Kristján Árnason, einn forvígismanna Þjóðarhreyfingarinnar. Hann kvaðst ánægður með samkomuna. „Það var ljómandi vel mætt og samdóma álit allra að þetta hafi verið með smekklegustu samkomum sem haldnar hafa verið." Þá segir hann ræður þeirra Jóns Baldvins og Péturs tímamótaræður sem eflaust endi í sögubókunum.
Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira