Skólplögnin er í vafasömu ástandi 2. október 2006 04:30 Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður með fasteignum á varnarsvæðinu, er í hópi þeirra Íslendinga sem þekkja varnarsvæðið og ástand fasteigna þar hvað best. Hann telur skólplögnina „í vafasömu ástandi“ og vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. MYND/víkurfréttir Ýmis vandkvæði fylgja því að taka við því tæplega fimm þúsund manna sveitarfélagi sem brátt stendur autt á Keflavíkurflugvelli. Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður fasteigna hjá varnarliðinu, lét af störfum nú um helgina. Hann segir að íbúðirnar á svæðinu séu tveggja til fimm herbergja og yfirleitt í ágætis ástandi. Sumar hafi verið endurgerðar en aðrar þurfi að laga, til dæmis séu gluggar farnir að leka í sumum gömlu húsanna. „Skólplögnin er í vafasömu ástandi og ýmislegt þarf að laga. Það er til dæmis ekki búið að endurnýja lagnakerfið nema að litlum hluta og nánast ekkert í jörðu," segir hann og telur vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. „Bandaríkjamennirnir voru með íblöndunarkerfi í vatninu hjá sér og það hefur farið illa með leiðslur og annað." Haraldur bendir á að rafmagninu sé stórlega ábótavant samkvæmt evrópskum stöðlum og undir það tekur Helgi Rafnsson, einn eigenda Rafholts. Helgi segir ekki hægt að komast hjá því að breyta og endurnýja rafmagnið á svæðinu. Hægt sé að hafa brautarljósin og radarinn á sextíu voltum en öllu öðru þurfi að breyta í samræmi við evrópska staðla. „Þetta er stórt verkefni upp á hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Það þarf að athuga hvort hægt sé að endurnýta lagnir í jörðu og væntanlega þyrfti að breyta dreifikerfinu fyrir rafmagnið í jörðinni. Við erum að tala um gríðarlega kostnaðarsama aðgerð og ekki hægt að komast hjá því ef þetta húsnæði á að nýtast við íslenskar aðstæður og samkvæmt íslenskum reglugerðum," segir hann. Engar svalir eru utan á mörgum stigahúsum þannig að engir neyðarútgangar eru í þessum húsum. Haraldur telur að gera þurfi faglega úttekt á fasteignunum á svæðinu og dýrt verði að gera upp sum húsin, það hljóti að kosta tugi milljarða króna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort húsin standist þær kröfur sem Íslendingar gera til bygginga. Enn er óákveðið hvað gert verður við fasteignirnar. Fasteignasalar hafa enga trú á að þær fari á markað enda talið að það myndi hafa slæm áhrif á markaðinn.877 íbúðir Verðmæti fasteignanna á varnarsvæðinu á Reykjanesi nemur líklega minnst tugum milljarða króna sé hægt að koma þeim í verð. Á svæðinu eru flugskýli, hótel, tveir fullbúnir skólar, verslunarhús, þrjú klúbbahús, sjúkrahús, lögreglustöð og svo mætti lengi telja. Blokkaríbúðirnar eru 877 talsins.Til stóð að loka hundrað þeirra og endurgera fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Miðað við 777 íbúðir að verðmæti 12-15 milljónir króna hver gæti heildarverðmæti íbúðanna verið á bilinu níu til ellefu milljarðar króna. Þau eins manns herbergi, sem eru á svæðinu, eru ekki tekin með í reikninginn. Innlent Tengdar fréttir Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Ýmis vandkvæði fylgja því að taka við því tæplega fimm þúsund manna sveitarfélagi sem brátt stendur autt á Keflavíkurflugvelli. Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður fasteigna hjá varnarliðinu, lét af störfum nú um helgina. Hann segir að íbúðirnar á svæðinu séu tveggja til fimm herbergja og yfirleitt í ágætis ástandi. Sumar hafi verið endurgerðar en aðrar þurfi að laga, til dæmis séu gluggar farnir að leka í sumum gömlu húsanna. „Skólplögnin er í vafasömu ástandi og ýmislegt þarf að laga. Það er til dæmis ekki búið að endurnýja lagnakerfið nema að litlum hluta og nánast ekkert í jörðu," segir hann og telur vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. „Bandaríkjamennirnir voru með íblöndunarkerfi í vatninu hjá sér og það hefur farið illa með leiðslur og annað." Haraldur bendir á að rafmagninu sé stórlega ábótavant samkvæmt evrópskum stöðlum og undir það tekur Helgi Rafnsson, einn eigenda Rafholts. Helgi segir ekki hægt að komast hjá því að breyta og endurnýja rafmagnið á svæðinu. Hægt sé að hafa brautarljósin og radarinn á sextíu voltum en öllu öðru þurfi að breyta í samræmi við evrópska staðla. „Þetta er stórt verkefni upp á hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Það þarf að athuga hvort hægt sé að endurnýta lagnir í jörðu og væntanlega þyrfti að breyta dreifikerfinu fyrir rafmagnið í jörðinni. Við erum að tala um gríðarlega kostnaðarsama aðgerð og ekki hægt að komast hjá því ef þetta húsnæði á að nýtast við íslenskar aðstæður og samkvæmt íslenskum reglugerðum," segir hann. Engar svalir eru utan á mörgum stigahúsum þannig að engir neyðarútgangar eru í þessum húsum. Haraldur telur að gera þurfi faglega úttekt á fasteignunum á svæðinu og dýrt verði að gera upp sum húsin, það hljóti að kosta tugi milljarða króna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort húsin standist þær kröfur sem Íslendingar gera til bygginga. Enn er óákveðið hvað gert verður við fasteignirnar. Fasteignasalar hafa enga trú á að þær fari á markað enda talið að það myndi hafa slæm áhrif á markaðinn.877 íbúðir Verðmæti fasteignanna á varnarsvæðinu á Reykjanesi nemur líklega minnst tugum milljarða króna sé hægt að koma þeim í verð. Á svæðinu eru flugskýli, hótel, tveir fullbúnir skólar, verslunarhús, þrjú klúbbahús, sjúkrahús, lögreglustöð og svo mætti lengi telja. Blokkaríbúðirnar eru 877 talsins.Til stóð að loka hundrað þeirra og endurgera fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Miðað við 777 íbúðir að verðmæti 12-15 milljónir króna hver gæti heildarverðmæti íbúðanna verið á bilinu níu til ellefu milljarðar króna. Þau eins manns herbergi, sem eru á svæðinu, eru ekki tekin með í reikninginn.
Innlent Tengdar fréttir Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45