Skilning skortir í samfélaginu 2. október 2006 03:30 Ólöf Bjarnadóttir Tauga- og endurhæfingarlæknir Markmið málþings um heilaskaða sem haldið var fyrir helgina var að auka umræðu og skilning á hlutskipti fólks með heilaskaða og þeirra nánasta umhverfi. Ólöf Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, segir mikilvægt að skilgreina og greina vanda heilaskaðaðra. Þessi hópur hefur verið falinn í þjóðfélaginu þar sem vandinn er ekki sýnilegur utan á fólki. Birtingarmynd heilaskaða getur verið mismunandi, sumir eiga erfitt með að skynja umhverfið, aðrir eiga við minnisskerðingu að stríða og enn aðrir missa einbeitinguna. Ólöf segir fólk með heilaskaða geta tekið persónuleikabreytingum og það hafi áhrif á alla fjölskylduna. Skyndilega er komin ný persóna á heimilið og það getur verið erfitt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi að horfast í augu við þessar breytingar. Ólöf segir heilaskaðaða og fjölskyldur þeirra oft skorta skilning í samfélaginu og þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Af þeim 500 sem sem hljóta heilaskaða árlega greinast 55 með miðlungs- eða alvarlegan heilaskaða og þarf sá hópur á sérhæfðri endurhæfingu að halda, segir Ólöf. Hún segir að nú komi um 30 manns á göngudeild Reykjalundar vegna heilaskaða en þar er einnig starfandi teymi um þennan málaflokk. Ólöf segir algengustu orsakir heilaskaða hjá fullorðnum umferðarslys og ofbeldisverk, en byltur og föll hjá börnum og gamalmennum. Þá fer þeim fjölgandi sem hljóta heilaskaða af völdum ofbeldis. Heilaskaðar hjá börnum hafa oft alvarlegar afleiðingar á hæfni þeirra því þau skortir bakgrunn til að bæta upp skaðann. Ólöf segir auknar kröfur á vinnumarkaði hafa orðið til þess að færri fórnarlömb heilaskaða geti nú stundað vinnu á almennum markaði. Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Markmið málþings um heilaskaða sem haldið var fyrir helgina var að auka umræðu og skilning á hlutskipti fólks með heilaskaða og þeirra nánasta umhverfi. Ólöf Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, segir mikilvægt að skilgreina og greina vanda heilaskaðaðra. Þessi hópur hefur verið falinn í þjóðfélaginu þar sem vandinn er ekki sýnilegur utan á fólki. Birtingarmynd heilaskaða getur verið mismunandi, sumir eiga erfitt með að skynja umhverfið, aðrir eiga við minnisskerðingu að stríða og enn aðrir missa einbeitinguna. Ólöf segir fólk með heilaskaða geta tekið persónuleikabreytingum og það hafi áhrif á alla fjölskylduna. Skyndilega er komin ný persóna á heimilið og það getur verið erfitt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi að horfast í augu við þessar breytingar. Ólöf segir heilaskaðaða og fjölskyldur þeirra oft skorta skilning í samfélaginu og þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Af þeim 500 sem sem hljóta heilaskaða árlega greinast 55 með miðlungs- eða alvarlegan heilaskaða og þarf sá hópur á sérhæfðri endurhæfingu að halda, segir Ólöf. Hún segir að nú komi um 30 manns á göngudeild Reykjalundar vegna heilaskaða en þar er einnig starfandi teymi um þennan málaflokk. Ólöf segir algengustu orsakir heilaskaða hjá fullorðnum umferðarslys og ofbeldisverk, en byltur og föll hjá börnum og gamalmennum. Þá fer þeim fjölgandi sem hljóta heilaskaða af völdum ofbeldis. Heilaskaðar hjá börnum hafa oft alvarlegar afleiðingar á hæfni þeirra því þau skortir bakgrunn til að bæta upp skaðann. Ólöf segir auknar kröfur á vinnumarkaði hafa orðið til þess að færri fórnarlömb heilaskaða geti nú stundað vinnu á almennum markaði.
Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira