Segir sjávarflóðahættu í Reykjavík vera vanmetna 24. september 2006 05:30 Strandlengjan við Skúlagötu. Skipulagsfræðingur segir varnargarða vitlausu megin við Sæbrautina. Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulagsfræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslagsbreytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar samgönguviku. Trausti segir að sjávarflóðavarnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávarmegin við brautina.“ Trausti Valsson Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Trausti segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera margvíslegan. „Í fyrsta lagi er almenn hækkun á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyllingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávarhæðina við Reykjavík þá er sjórinn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á landfyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahættuna mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteðfyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóðbylgju hefði farið inn í Faxaflóann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kílómetra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“ Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulagsfræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslagsbreytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar samgönguviku. Trausti segir að sjávarflóðavarnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávarmegin við brautina.“ Trausti Valsson Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Trausti segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera margvíslegan. „Í fyrsta lagi er almenn hækkun á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyllingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávarhæðina við Reykjavík þá er sjórinn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á landfyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahættuna mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteðfyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóðbylgju hefði farið inn í Faxaflóann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kílómetra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“
Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira