Segir sjávarflóðahættu í Reykjavík vera vanmetna 24. september 2006 05:30 Strandlengjan við Skúlagötu. Skipulagsfræðingur segir varnargarða vitlausu megin við Sæbrautina. Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulagsfræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslagsbreytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar samgönguviku. Trausti segir að sjávarflóðavarnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávarmegin við brautina.“ Trausti Valsson Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Trausti segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera margvíslegan. „Í fyrsta lagi er almenn hækkun á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyllingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávarhæðina við Reykjavík þá er sjórinn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á landfyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahættuna mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteðfyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóðbylgju hefði farið inn í Faxaflóann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kílómetra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“ Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulagsfræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslagsbreytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar samgönguviku. Trausti segir að sjávarflóðavarnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávarmegin við brautina.“ Trausti Valsson Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Trausti segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera margvíslegan. „Í fyrsta lagi er almenn hækkun á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyllingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávarhæðina við Reykjavík þá er sjórinn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á landfyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahættuna mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteðfyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóðbylgju hefði farið inn í Faxaflóann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kílómetra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“
Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira