Nýtt mútuhneyksli væntanlegt hjá enskum úrvalsdeildarfélögum 9. september 2006 11:00 Graham óvinsæll. George Graham er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal eftir að hann var rekinn frá félaginu eftir mútuhneyksli árið 1995 og tók síðar við Tottenham, erkifjendum liðsins. The Sun greinir frá því í gær að BBC, breska ríkissjónvarpið, muni á næstunni sýna heimildarmynd sem muni sýna að mútugreiðslur séu algengar hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni. Í þættinum var viðtal við umboðsmaður knattspyrnumanna tekið upp með faldri myndavél þar sem hann nefnir tíu úrvalsdeildarfélög og sex knattspyrnustjóra sem áttu að hafa tekið þátt í víðtæku hneykslismáli sem tengist mútugreiðslum í kringum félagaskipti leikmanna. Þetta er frekar magnað efni, sagði innherji á BBC í viðtali við The Sun. Ég viss um að það eru nokkrir einstaklingar sem kvíða mjög sýningu þáttarins. Þetta gæti haft meiriháttar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi aðila. Þátturinn sem um ræðir heitir Panorama og er sýndur á BBC. Útsendari þáttarins dulbjó sig sem erlendan kaupsýslumann sem snæddi kvöldverð með þekktum umboðsmanni sem ræddi opinskátt um þessi mútumál. Sérstaklega var rætt um félagaskiptamál eins félags og segir téður umboðsmaður að keppinautar hans hafi fengið viðskipti félagsins gegn því að greiða háttsettum starfsmönnum félagsins undir borðið. Þá mun umboðsmaðurinn einnig hafa sagt frá því að hann hafi farið með efnilegan átján ára ungling til tveggja félaga þó svo að hann hafi verið samningsbundinn öðru félagi. Áætlað er að þátturinn verði sýndur hinn 18. september næstkomandi en lögfræðingar BBC eru þó enn að fara yfir innihald þáttarins. Ef staðhæfingar umboðsmannsins reynast sannar verður málið hið stærsta sinnar tegundar í Englandi síðan að George Graham var rekinn frá Arsenal eftir að upp komst að hann hafi þegið 425 þúsund pund í mútugreiðslur frá Rune Hauge, umboðsmanni frá Noregi. Talsmaður BBC vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann The Sun. Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira
The Sun greinir frá því í gær að BBC, breska ríkissjónvarpið, muni á næstunni sýna heimildarmynd sem muni sýna að mútugreiðslur séu algengar hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni. Í þættinum var viðtal við umboðsmaður knattspyrnumanna tekið upp með faldri myndavél þar sem hann nefnir tíu úrvalsdeildarfélög og sex knattspyrnustjóra sem áttu að hafa tekið þátt í víðtæku hneykslismáli sem tengist mútugreiðslum í kringum félagaskipti leikmanna. Þetta er frekar magnað efni, sagði innherji á BBC í viðtali við The Sun. Ég viss um að það eru nokkrir einstaklingar sem kvíða mjög sýningu þáttarins. Þetta gæti haft meiriháttar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi aðila. Þátturinn sem um ræðir heitir Panorama og er sýndur á BBC. Útsendari þáttarins dulbjó sig sem erlendan kaupsýslumann sem snæddi kvöldverð með þekktum umboðsmanni sem ræddi opinskátt um þessi mútumál. Sérstaklega var rætt um félagaskiptamál eins félags og segir téður umboðsmaður að keppinautar hans hafi fengið viðskipti félagsins gegn því að greiða háttsettum starfsmönnum félagsins undir borðið. Þá mun umboðsmaðurinn einnig hafa sagt frá því að hann hafi farið með efnilegan átján ára ungling til tveggja félaga þó svo að hann hafi verið samningsbundinn öðru félagi. Áætlað er að þátturinn verði sýndur hinn 18. september næstkomandi en lögfræðingar BBC eru þó enn að fara yfir innihald þáttarins. Ef staðhæfingar umboðsmannsins reynast sannar verður málið hið stærsta sinnar tegundar í Englandi síðan að George Graham var rekinn frá Arsenal eftir að upp komst að hann hafi þegið 425 þúsund pund í mútugreiðslur frá Rune Hauge, umboðsmanni frá Noregi. Talsmaður BBC vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann The Sun.
Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Sjá meira