Kemur Leifur sínum gömlu félögum til aðstoðar? 27. ágúst 2006 14:00 leifur sigfinnur Getur aðstoðað sína gömlu félaga í dag. MYND/Stefán Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í dag en þá klárast 15. umferð deildarinnar. FH tekur á móti Breiðablik í Kaplakrika en Valsmenn heimsækja Fylkismenn í Árbæinn. Verði úrslit leikjanna beggja hagstæð fyrir FH þá verða þeir Íslandsmeistarar þriðja árið í röð. FH verður eðlilega að vinna sinn leik og á sama tíma þarf Valur að tapa stigum í Árbænum. Þjálfari Fylkis, Leifur Sigfinnur Garðarsson, getur því komið sínum gömlu félögum til hjálpar í dag en hann var aðstoðarþjálfari hjá FH áður en hann tók við Fylkisliðinu. Íslandsmeistararnir hafa hikstað örlítið síðustu vikur og fjögur stig í síðustu fjórum leikjum bera vitni um það. Miðvörðurinn Ármann Smári Björnsson segir FH-inga staðráðna í að rífa sig upp í dag en hann leikur kveðjuleik sinn fyrir félagið í dag en hann hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. "Það væri náttúrulega frábært að kveðja sem meistari en þetta verður mjög erfiður leikur enda er Breiðablik að berjast fyrir lífi sínu," sagði Ármann Smári en hann á ekki von á því að FH leggi leikinn í dag upp neitt öðruvsi en í síðustu leikjum þótt ekki hafi gengið sem skyldi. "Það eina sem við ætlum að breyta er að vinna. Við höfum verið slakir í síðustu leikjum og ég kann eiginlega enga sérstaka skýringu á því af hverju það hafi verið. Við höfum ekki verið að skora nóg og vörnin hefur verið að misstíga sig einnig örlítið. Vonandi tekst okkur að stoppa upp í götin og sýna fólkinu hvað í okkur býr," sagði Ármann Smári Björnsson.- Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í dag en þá klárast 15. umferð deildarinnar. FH tekur á móti Breiðablik í Kaplakrika en Valsmenn heimsækja Fylkismenn í Árbæinn. Verði úrslit leikjanna beggja hagstæð fyrir FH þá verða þeir Íslandsmeistarar þriðja árið í röð. FH verður eðlilega að vinna sinn leik og á sama tíma þarf Valur að tapa stigum í Árbænum. Þjálfari Fylkis, Leifur Sigfinnur Garðarsson, getur því komið sínum gömlu félögum til hjálpar í dag en hann var aðstoðarþjálfari hjá FH áður en hann tók við Fylkisliðinu. Íslandsmeistararnir hafa hikstað örlítið síðustu vikur og fjögur stig í síðustu fjórum leikjum bera vitni um það. Miðvörðurinn Ármann Smári Björnsson segir FH-inga staðráðna í að rífa sig upp í dag en hann leikur kveðjuleik sinn fyrir félagið í dag en hann hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. "Það væri náttúrulega frábært að kveðja sem meistari en þetta verður mjög erfiður leikur enda er Breiðablik að berjast fyrir lífi sínu," sagði Ármann Smári en hann á ekki von á því að FH leggi leikinn í dag upp neitt öðruvsi en í síðustu leikjum þótt ekki hafi gengið sem skyldi. "Það eina sem við ætlum að breyta er að vinna. Við höfum verið slakir í síðustu leikjum og ég kann eiginlega enga sérstaka skýringu á því af hverju það hafi verið. Við höfum ekki verið að skora nóg og vörnin hefur verið að misstíga sig einnig örlítið. Vonandi tekst okkur að stoppa upp í götin og sýna fólkinu hvað í okkur býr," sagði Ármann Smári Björnsson.-
Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira