Plútó er ekki lengur ein reikistjarnanna 25. ágúst 2006 07:00 brugðið á leik Jocelyn Bell Burnell, einn stjörnufræðinganna á ráðstefnunni, brá á leik eftir að niðurstöðurnar voru kynntar og veifaði tuskudýri í líki Disney-hundsins Plútó til að leggja áherslu á mál sitt. Himintunglið Plútó hefur verið svipt reikistjörnutitli sínum, sem það hefur borið allt frá uppgötvun árið 1930. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í Tékklandi í gær, í kjölfar viku þrotlausra rökræðna um eðli alheimsins. Þetta varð niðurstaðan eftir að um 2.500 stjörnufræðingar frá 75 löndum komu sér saman um nýja skilgreiningu á reikistjörnu. Umræðan um skilgreiningu reikistjörnuhugtaksins fór á flug eftir að hnöttur, sem kallaður var Xena, fannst talsvert lengra frá sólinni en Plútó, en var þó nokkru stærri en hann. Vísindamenn stóðu þá frammi fyrir því að viðurkenna þann hnött annaðhvort sem reikistjörnu eða lækka Plútó í tign, sem varð raunin. Fyrir viku var lögð fram tillaga á þinginu sem hefði treyst reikistjörnustöðu Plútós, og bætt við Karon, stærsta tungli Plútós, Xenu og loftsteininum Ceres í þann hóp, en Ceres var skilgreindur sem reikistjarna á 19. öld. Tillagan olli miklu fjaðrafoki sem klauf stjörnufræðinga niður í nokkrar andstæðar í fylkingar og kom af stað heitum rökræðum sem lyktaði með tignarlækkun Plútós. Xena og Ceres fylgja Plútó í dvergreikistjörnuflokkinn en ekkert sérstakt hefur verið ákveðið um Karón, sem sennilega mun áfram verða einungis fylgitungl Plútós. Plútó fannst árið 1930 af bandaríska stjörnufræðingnum Clyde Tombaugh, síðastur hinna níu hnatta sem hingað til hafa talist reikistjörnur sólkerfisins, og var þeirra langminnstur. Nú eru pláneturnar hin vegar orðnar einungis átta talsins: Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranús og Neptúnus. Sverrir Guðmundsson stjörnufræðingur sér eftir Plútó úr flokki reikistjarna en er ekki hissa á niðurstöðunni. „Þetta er í sjálfu sér skynsamlegasta niðurstaðan því það er líklegt að það finnist ennþá fleiri hnettir af svipaðri stærð og Plútó á næstu árum og ef það þyrfti að gera þá alla að reikistjörnum þá yrðu þær býsna margar.“ Eigendur prentsmiðja heimsins hljóta að hugsa sér gott til glóðarinnar þegar fyrir liggur að prenta þurfi endurskoðaðar útgáfur af öllum kennslu- og fræðibókum sem snerta stjörnufræði. Plútó Geimurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Himintunglið Plútó hefur verið svipt reikistjörnutitli sínum, sem það hefur borið allt frá uppgötvun árið 1930. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í Tékklandi í gær, í kjölfar viku þrotlausra rökræðna um eðli alheimsins. Þetta varð niðurstaðan eftir að um 2.500 stjörnufræðingar frá 75 löndum komu sér saman um nýja skilgreiningu á reikistjörnu. Umræðan um skilgreiningu reikistjörnuhugtaksins fór á flug eftir að hnöttur, sem kallaður var Xena, fannst talsvert lengra frá sólinni en Plútó, en var þó nokkru stærri en hann. Vísindamenn stóðu þá frammi fyrir því að viðurkenna þann hnött annaðhvort sem reikistjörnu eða lækka Plútó í tign, sem varð raunin. Fyrir viku var lögð fram tillaga á þinginu sem hefði treyst reikistjörnustöðu Plútós, og bætt við Karon, stærsta tungli Plútós, Xenu og loftsteininum Ceres í þann hóp, en Ceres var skilgreindur sem reikistjarna á 19. öld. Tillagan olli miklu fjaðrafoki sem klauf stjörnufræðinga niður í nokkrar andstæðar í fylkingar og kom af stað heitum rökræðum sem lyktaði með tignarlækkun Plútós. Xena og Ceres fylgja Plútó í dvergreikistjörnuflokkinn en ekkert sérstakt hefur verið ákveðið um Karón, sem sennilega mun áfram verða einungis fylgitungl Plútós. Plútó fannst árið 1930 af bandaríska stjörnufræðingnum Clyde Tombaugh, síðastur hinna níu hnatta sem hingað til hafa talist reikistjörnur sólkerfisins, og var þeirra langminnstur. Nú eru pláneturnar hin vegar orðnar einungis átta talsins: Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranús og Neptúnus. Sverrir Guðmundsson stjörnufræðingur sér eftir Plútó úr flokki reikistjarna en er ekki hissa á niðurstöðunni. „Þetta er í sjálfu sér skynsamlegasta niðurstaðan því það er líklegt að það finnist ennþá fleiri hnettir af svipaðri stærð og Plútó á næstu árum og ef það þyrfti að gera þá alla að reikistjörnum þá yrðu þær býsna margar.“ Eigendur prentsmiðja heimsins hljóta að hugsa sér gott til glóðarinnar þegar fyrir liggur að prenta þurfi endurskoðaðar útgáfur af öllum kennslu- og fræðibókum sem snerta stjörnufræði.
Plútó Geimurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira