Rektor segir löngu tímabært að lengja kennaranám 14. ágúst 2006 07:45 ólafur proppé Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir löngu tímabært að lengja nám grunn- og leikskólakennara til samræmis við það sem gengur og gerist í Evrópu. Þar er lengd kennaranáms grunnskólakennara fjögur til fimm ár í stað þriggja hér. „Umræðan um lengingu kennaranáms er ekki ný af nálinni og árið 1988 voru samþykkt lög á Alþingi um lengingu námsins. Í kjölfarið var hafinn undirbúningur að nýrri kennsluskrá en nokkrum árum síðar var lenging námsins numin úr lögum.“ Ólafur segir ljóst að staða og virðing kennara haldist í hendur við menntun þeirra. Ólafur er ánægður með nýútkomna skýrslu OECD og segir hana draga fram mikilvægi menntamála. „Með skýrslunni er verið að hvetja okkur til að gera enn betur og hún styður ekki aðeins mikilvægi háskólamenntunar heldur einnig annarra skólastiga. Við sem vinnum að menntamálum vitum að það er ekki aðalatriðið að fjölga kennurum heldur að auka gæði þeirra.“ En í kjölfar útkomu skýrslunnar benti menntamálaráðuneytið á að fjöldi nemenda á hvern kennara hafi lækkað frá árinu 1998. Frá haustinu 2007 verður boðið upp á fimm ára kennaranám til meistaragráðu við KHÍ og í könnun sem gerð var meðal nemenda töldu sextíu prósent þeirra líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu halda áfram í meistaranám. Ólafur segir að í kjölfar lengingar kennaranáms í Finnlandi hafi árangur nemenda batnað og sýna samanburðarrannsóknir nú að árangur þeirra í ýmsum námsgreinum, eins og stærðfræði og náttúrufræði, er framúrskarandi. Árangur íslenskra nemenda hefur hins vegar verið í meðallagi. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, telur líklegt að lenging náms grunnskólakennara skili sér í hærri launum. Þessu til stuðnings nefnir hann menntun og launakjör menntaskólakennara, sem hafa lengra nám að baki og hærri laun en grunnskólakennarar. Eiríkur segir einsetningu skólanna skýringu þess að nemendum á hvern kennara fækkaði á árabilinu 1998 til 2005. „Fyrir þann tíma kenndi sami kennarinn jafnvel tveimur bekkjardeildum, sem þýddi að hver kennari skilaði meiri kennslu en nú og því reiknuðust fleiri nemendur á hvern kennara.“ Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir löngu tímabært að lengja nám grunn- og leikskólakennara til samræmis við það sem gengur og gerist í Evrópu. Þar er lengd kennaranáms grunnskólakennara fjögur til fimm ár í stað þriggja hér. „Umræðan um lengingu kennaranáms er ekki ný af nálinni og árið 1988 voru samþykkt lög á Alþingi um lengingu námsins. Í kjölfarið var hafinn undirbúningur að nýrri kennsluskrá en nokkrum árum síðar var lenging námsins numin úr lögum.“ Ólafur segir ljóst að staða og virðing kennara haldist í hendur við menntun þeirra. Ólafur er ánægður með nýútkomna skýrslu OECD og segir hana draga fram mikilvægi menntamála. „Með skýrslunni er verið að hvetja okkur til að gera enn betur og hún styður ekki aðeins mikilvægi háskólamenntunar heldur einnig annarra skólastiga. Við sem vinnum að menntamálum vitum að það er ekki aðalatriðið að fjölga kennurum heldur að auka gæði þeirra.“ En í kjölfar útkomu skýrslunnar benti menntamálaráðuneytið á að fjöldi nemenda á hvern kennara hafi lækkað frá árinu 1998. Frá haustinu 2007 verður boðið upp á fimm ára kennaranám til meistaragráðu við KHÍ og í könnun sem gerð var meðal nemenda töldu sextíu prósent þeirra líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu halda áfram í meistaranám. Ólafur segir að í kjölfar lengingar kennaranáms í Finnlandi hafi árangur nemenda batnað og sýna samanburðarrannsóknir nú að árangur þeirra í ýmsum námsgreinum, eins og stærðfræði og náttúrufræði, er framúrskarandi. Árangur íslenskra nemenda hefur hins vegar verið í meðallagi. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, telur líklegt að lenging náms grunnskólakennara skili sér í hærri launum. Þessu til stuðnings nefnir hann menntun og launakjör menntaskólakennara, sem hafa lengra nám að baki og hærri laun en grunnskólakennarar. Eiríkur segir einsetningu skólanna skýringu þess að nemendum á hvern kennara fækkaði á árabilinu 1998 til 2005. „Fyrir þann tíma kenndi sami kennarinn jafnvel tveimur bekkjardeildum, sem þýddi að hver kennari skilaði meiri kennslu en nú og því reiknuðust fleiri nemendur á hvern kennara.“
Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira