Heimsmeistarinn Sebastien Loeb frá Frakklandi sigraði um helgina í Þýskalandsrallinu fimmta árið í röð. Loeb ekur á Citroën en hann tók forystu strax á fyrstu sérleiðinni og hélt henni allt til loka. Spánverjinn Daniel Sordo varð annar en hann ekur einnig á Citroën og þriðji var hinn finnski Marcus Grönholm á Ford.
Þetta var 26. sigur Loebs í HM-ralli og jafnaði hann þar með met Spánverjans Carlos Sainz. Loeb hefur örugga forystu þegar níu mótum af sextán í heimsmeistarakeppninni er lokið en hann er með 84 stig meðan Grönholm er í öðru sæti með 51 stig.