Eyjamönnum pakkað saman í Víkinni 11. ágúst 2006 11:00 ÍBV mætti til leiks gegn Víkingi með nýjan þjálfara en Heimir Hallgrímsson tók við skömmu fyrir Þjóðhátíð af Guðlaugi Baldurssyni sem sagði starfi sínu lausu. Þjálfaraskiptin breyttu engu því Eyjamenn sneru tómhentir heim eftir tap, 5-0. Eyjamenn hafa oft átt erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum eftir Þjóðhátíð en þjálfaraskiptin virtust hafa góð áhrif á Eyjapeyjana því þeir byrjuðu leikinn mun betur og sóttu nokkuð grimmt að marki Víkings í upphafi leiks. Mikilvægi leiksins leyndi sér ekki enda léku bæði lið frekar fast en Eyjamenn þó mun fastar. Skilaboðin voru skýr frá ÍBV, það átti ekki að gefa einn einasta bolta í leiknum. Víkingar hristu fljótt af sér slenið og tóku leikinn í sínar hendur, byggðu upp nokkrar ágætar sóknir sem voru flestar stöðvaðar með broti. Lítið kom upp úr föstu leiktatriðunum í kjölfarið. Eyjamenn áttu bestu færi hálfleiksins en Ingvar Kale, markvörður Víkings, stóð vaktina vel og sá við Eyjamönnum í hvert skipti. Lokamínútur fyrri hálfleiksins voru dýrar fyrir Eyjamenn því Arnar Jón kom Víkingi yfir mínútu fyrir hlé eftir sendingu Viktors Bjarka en markið kom upp úr laglegri skyndisókn og var nokkuð gegn gangi leiksins. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks bætti Grétar Sigfinnur við marki með skalla eftir hornspyrnu Arnars Jóns. 2-0 fyrir heimamenn sem voru í vænlegri stöðu en mörkin voru sem blaut tuska í andlit gestanna, sem höfðu leikið betur í hálfleiknum án þess að uppskera nokkurn skapaðan hlut. Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki vel hjá ÍBV því eftir aðeins fjórar mínútur átti Andrew Mwesigwa skelfilega sendingu til baka sem fór beint á Víkinginn Viktor Bjarka. Hann þakkaði pent fyrir sig með því að skora laglegt mark með skoti frá vítateigslínu. Víkingar fullkomnuðu síðan martröð Eyjamanna þrem mínútum síðar með enn einu laglega upphlaupinu. Arnar Jón átti eina af mörgum fínum sendingum sínum í leiknum sem rataði beint á kollinn á Viktori Bjarka sem skoraði auðveldlega. Grétar bætti svo við í lokin. Sanngjarn sigur staðreynd. Arnar Jón fór á kostum, skoraði, lagði upp mörk og var sífellt ógnandi rétt eins og Viktor Bjarki. Höskuldur var góður í vörninni og Ingvar mjög öruggur á milli stanganna. Um lið ÍBV er aðeins það að segja að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Þeir fara lóðrétt niður ef þeir fara ekki að girða sig í brók en útlitið er orðið ansi dökkt. Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
ÍBV mætti til leiks gegn Víkingi með nýjan þjálfara en Heimir Hallgrímsson tók við skömmu fyrir Þjóðhátíð af Guðlaugi Baldurssyni sem sagði starfi sínu lausu. Þjálfaraskiptin breyttu engu því Eyjamenn sneru tómhentir heim eftir tap, 5-0. Eyjamenn hafa oft átt erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum eftir Þjóðhátíð en þjálfaraskiptin virtust hafa góð áhrif á Eyjapeyjana því þeir byrjuðu leikinn mun betur og sóttu nokkuð grimmt að marki Víkings í upphafi leiks. Mikilvægi leiksins leyndi sér ekki enda léku bæði lið frekar fast en Eyjamenn þó mun fastar. Skilaboðin voru skýr frá ÍBV, það átti ekki að gefa einn einasta bolta í leiknum. Víkingar hristu fljótt af sér slenið og tóku leikinn í sínar hendur, byggðu upp nokkrar ágætar sóknir sem voru flestar stöðvaðar með broti. Lítið kom upp úr föstu leiktatriðunum í kjölfarið. Eyjamenn áttu bestu færi hálfleiksins en Ingvar Kale, markvörður Víkings, stóð vaktina vel og sá við Eyjamönnum í hvert skipti. Lokamínútur fyrri hálfleiksins voru dýrar fyrir Eyjamenn því Arnar Jón kom Víkingi yfir mínútu fyrir hlé eftir sendingu Viktors Bjarka en markið kom upp úr laglegri skyndisókn og var nokkuð gegn gangi leiksins. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks bætti Grétar Sigfinnur við marki með skalla eftir hornspyrnu Arnars Jóns. 2-0 fyrir heimamenn sem voru í vænlegri stöðu en mörkin voru sem blaut tuska í andlit gestanna, sem höfðu leikið betur í hálfleiknum án þess að uppskera nokkurn skapaðan hlut. Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki vel hjá ÍBV því eftir aðeins fjórar mínútur átti Andrew Mwesigwa skelfilega sendingu til baka sem fór beint á Víkinginn Viktor Bjarka. Hann þakkaði pent fyrir sig með því að skora laglegt mark með skoti frá vítateigslínu. Víkingar fullkomnuðu síðan martröð Eyjamanna þrem mínútum síðar með enn einu laglega upphlaupinu. Arnar Jón átti eina af mörgum fínum sendingum sínum í leiknum sem rataði beint á kollinn á Viktori Bjarka sem skoraði auðveldlega. Grétar bætti svo við í lokin. Sanngjarn sigur staðreynd. Arnar Jón fór á kostum, skoraði, lagði upp mörk og var sífellt ógnandi rétt eins og Viktor Bjarki. Höskuldur var góður í vörninni og Ingvar mjög öruggur á milli stanganna. Um lið ÍBV er aðeins það að segja að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Þeir fara lóðrétt niður ef þeir fara ekki að girða sig í brók en útlitið er orðið ansi dökkt.
Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira