Stefnan sett á efri hlutann 11. ágúst 2006 16:00 gjörbreytt lið Hér má sjá mynd af þeim leikmönnum ÍBV sem urðu Íslandsmeistarar síðasta tímabil en þær eru nú flestar horfnar á braut. MYND/E.ól Kvennalið ÍBV sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum á síðasta leiktímabili hefur misst nánast allt byrjunarlið sitt frá síðasta vetri. Um tíma var óvíst hvort hægt væri að tefla fram kvennaliði í Vestmannaeyjum en nú er farið að birta til. "Staðan núna er alveg ágæt og það er að koma mynd á þetta. Við setjum stefnuna á að vera fyrir ofan miðju á næsta tímabili og vera með samkeppnishæft lið fyrir efstu liðin," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Í gær var tilkynnt að Renata Horvath mun leika með ÍBV næsta vetur en hún er hætt við að fara í ungverska liðið Vac. ÍBV hefur einnig gengið frá samningum við 26 ára tékkneska landsliðskonu sem spilar sem línumaður og heitir Pavla Nevarilová en hún kemur frá Sport Slokov sem er meistari í Tékklandi. Þá hefur liðið einnig fengið rúmenska skyttu, Valentinu Radu, eins og við greindum frá í gær. "Ég hef mikla trú á þessum nýju leikmönnum og held að þær séu öflugar, þessar stelpur eiga vonandi eftir að reynast okkur vel. Það eru rosalega fáar innlendar stelpur sem vilja koma hingað og spila. En þetta skiptir ekki máli fyrir okkur, ég sé engan mun á því hvort þær komi að utan eða séu íslenskar. Svo lengi sem þær eru til í að spila undir merki ÍBV og leggja sig fram fyrir liðið þá eru þær Eyjastelpur, hvort sem þær koma frá Kína eða Suður-Afríku," sagði" Hlynur. Einar Jónsson mun þjálfa kvennalið ÍBV næsta tímabil. "Við erum ennþá með þessar ungu stelpur sem voru á bekknum hjá okkur en höfum misst einhverjar sex til sjö stelpur frá síðasta tímabili. Þannig að við erum núna að fá leikmenn til að styrkja byrjunarliðið hjá okkur." Fyrir stuttu var haldinn fundur fyrir áhugafólk um framtíð handboltans í Vestmannaeyjum þar sem leitað var að fólki til að starfa kringum meistaraflokka ÍBV á komandi tímabili. "Það gekk ekki nægilega vel. Þjóðfélagið er að breytast og félagsstörfum fer fækkandi í landinu. Það er erfitt að fá fólk til að starfa í sjálfboðavinnu í kringum íþróttastarfsemi. Þetta fer minnkandi með hverju árinu, það er auðvelt að fá foreldra til að starfa kringum yngri flokka en þegar kemur að eldri flokkum er það erfiðara, sagði Hlynur, sem hefur unnið hörðum höndum að því að halda uppi handbolta í Vestmannaeyjum en ætlar að segja þetta gott eftir komandi tímabil. "Ég er búinn með minn kvóta og ég vil ekkert hugsa út í það hvað gerist þegar ég hætti. Ég ætla bara að gera mitt besta næsta árið ásamt Viktori sem er með mér í þessu. Stefnan er að koma karlaliðinu upp og vonandi enda stelpurnar í efri hlutanum, svo verður fjárhagurinn vonandi í þokkalegu lagi en þetta er þungur róður," sagði Hlynur Sigmarsson. Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Kvennalið ÍBV sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum á síðasta leiktímabili hefur misst nánast allt byrjunarlið sitt frá síðasta vetri. Um tíma var óvíst hvort hægt væri að tefla fram kvennaliði í Vestmannaeyjum en nú er farið að birta til. "Staðan núna er alveg ágæt og það er að koma mynd á þetta. Við setjum stefnuna á að vera fyrir ofan miðju á næsta tímabili og vera með samkeppnishæft lið fyrir efstu liðin," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Í gær var tilkynnt að Renata Horvath mun leika með ÍBV næsta vetur en hún er hætt við að fara í ungverska liðið Vac. ÍBV hefur einnig gengið frá samningum við 26 ára tékkneska landsliðskonu sem spilar sem línumaður og heitir Pavla Nevarilová en hún kemur frá Sport Slokov sem er meistari í Tékklandi. Þá hefur liðið einnig fengið rúmenska skyttu, Valentinu Radu, eins og við greindum frá í gær. "Ég hef mikla trú á þessum nýju leikmönnum og held að þær séu öflugar, þessar stelpur eiga vonandi eftir að reynast okkur vel. Það eru rosalega fáar innlendar stelpur sem vilja koma hingað og spila. En þetta skiptir ekki máli fyrir okkur, ég sé engan mun á því hvort þær komi að utan eða séu íslenskar. Svo lengi sem þær eru til í að spila undir merki ÍBV og leggja sig fram fyrir liðið þá eru þær Eyjastelpur, hvort sem þær koma frá Kína eða Suður-Afríku," sagði" Hlynur. Einar Jónsson mun þjálfa kvennalið ÍBV næsta tímabil. "Við erum ennþá með þessar ungu stelpur sem voru á bekknum hjá okkur en höfum misst einhverjar sex til sjö stelpur frá síðasta tímabili. Þannig að við erum núna að fá leikmenn til að styrkja byrjunarliðið hjá okkur." Fyrir stuttu var haldinn fundur fyrir áhugafólk um framtíð handboltans í Vestmannaeyjum þar sem leitað var að fólki til að starfa kringum meistaraflokka ÍBV á komandi tímabili. "Það gekk ekki nægilega vel. Þjóðfélagið er að breytast og félagsstörfum fer fækkandi í landinu. Það er erfitt að fá fólk til að starfa í sjálfboðavinnu í kringum íþróttastarfsemi. Þetta fer minnkandi með hverju árinu, það er auðvelt að fá foreldra til að starfa kringum yngri flokka en þegar kemur að eldri flokkum er það erfiðara, sagði Hlynur, sem hefur unnið hörðum höndum að því að halda uppi handbolta í Vestmannaeyjum en ætlar að segja þetta gott eftir komandi tímabil. "Ég er búinn með minn kvóta og ég vil ekkert hugsa út í það hvað gerist þegar ég hætti. Ég ætla bara að gera mitt besta næsta árið ásamt Viktori sem er með mér í þessu. Stefnan er að koma karlaliðinu upp og vonandi enda stelpurnar í efri hlutanum, svo verður fjárhagurinn vonandi í þokkalegu lagi en þetta er þungur róður," sagði Hlynur Sigmarsson.
Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira