Seldu nær allan lax úr landi 11. ágúst 2006 07:15 Veitingamenn þurfa að flytja inn lax Helstu laxeldi landsins eru uppiskroppa með lax. Ástæðan er að aukin eftirspurn eftir eldislaxi á heimsvísu og hækkandi heimsmarkaðsverð hefur leitt til þess að nær allur íslenskur lax hefur verið seldur úr landi. Að sögn Rúnars Gíslasonar, eiganda Furðufiska, er ástandið afar erfitt á markaðnum hérlendis. „Við vorum að taka um tonn á viku af laxi. Nú er aðeins einn framleiðandi sem á einhvern lax eftir og hann skammtar okkur um hundrað kíló á viku,“ segir Rúnar. Að sögn Rúnars munaði á tímabili um helmingi á heimsmarkaðsverði og verðinu á markaðnum hér og því var nær allur laxinn seldur úr landi. „Vegna laxaskortsins hérlendis kaupum við nú lax á heimsmarkaðsverði frá Noregi en kostnaðurinn við að flytja hann hingað er gífurlegur,“ segir Rúnar. „Þessi flutningskostnaður leggst svo ofan á verðið til viðskiptavina okkar og því hefur salan dregist aðeins saman hjá okkur. Okkur stóð einfaldlega ekki íslenski laxinn til boða.“ Rúnar segir menn í matvælaiðnaðinum uggandi yfir ástandinu vegna jólanna. „Menn eru orðnir ansi hræddir fyrir jólavertíðina, fyrirtækin sem reykja og grafa lax fyrir hátíðirnar eru farnar að birgja sig upp af frosnum lax frá Chile til að anna eftirspurn í desembermánuði.“ Að sögn framkvæmdarstjóra laxeldisstöðvarinnar Rifós getur tekið rúmlega tvö ár að auka framleiðslu á eldislaxi. Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Helstu laxeldi landsins eru uppiskroppa með lax. Ástæðan er að aukin eftirspurn eftir eldislaxi á heimsvísu og hækkandi heimsmarkaðsverð hefur leitt til þess að nær allur íslenskur lax hefur verið seldur úr landi. Að sögn Rúnars Gíslasonar, eiganda Furðufiska, er ástandið afar erfitt á markaðnum hérlendis. „Við vorum að taka um tonn á viku af laxi. Nú er aðeins einn framleiðandi sem á einhvern lax eftir og hann skammtar okkur um hundrað kíló á viku,“ segir Rúnar. Að sögn Rúnars munaði á tímabili um helmingi á heimsmarkaðsverði og verðinu á markaðnum hér og því var nær allur laxinn seldur úr landi. „Vegna laxaskortsins hérlendis kaupum við nú lax á heimsmarkaðsverði frá Noregi en kostnaðurinn við að flytja hann hingað er gífurlegur,“ segir Rúnar. „Þessi flutningskostnaður leggst svo ofan á verðið til viðskiptavina okkar og því hefur salan dregist aðeins saman hjá okkur. Okkur stóð einfaldlega ekki íslenski laxinn til boða.“ Rúnar segir menn í matvælaiðnaðinum uggandi yfir ástandinu vegna jólanna. „Menn eru orðnir ansi hræddir fyrir jólavertíðina, fyrirtækin sem reykja og grafa lax fyrir hátíðirnar eru farnar að birgja sig upp af frosnum lax frá Chile til að anna eftirspurn í desembermánuði.“ Að sögn framkvæmdarstjóra laxeldisstöðvarinnar Rifós getur tekið rúmlega tvö ár að auka framleiðslu á eldislaxi.
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira