Nýju mennirnir björguðu Liverpool 10. ágúst 2006 11:45 craig bellamy Skoraði dýrmætt mark fyrir Liverpool í gær. MYND/nordic photos/afp Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liverpool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðarlegt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur liðanna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heimaleikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heimavelli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Austurríki á Valencia. Íþróttir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liverpool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðarlegt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur liðanna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heimaleikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heimavelli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Austurríki á Valencia.
Íþróttir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn