Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara 9. ágúst 2006 03:30 Samráð olíufélaganna var til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu í meira en fjögur ár áður en ríkissaksóknari fékk málið til meðferðar. fréttablaðið/hörður Búast má við því að umfang málsmeðferðar vegna samráðs olíufélaganna verði umtalsvert minna þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Ríkissaksóknara, miðað við niðurstöðu Samkeppniseftirlits. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, sem unnið hefur að málinu. Málsmeðferð hjá Ríkissaksóknara lýkur á haustmánuðum. „Það má búast við því að málið verði umtalsvert minna um sig heldur en það var í meðferð samkeppnisyfirvalda. Eðli málsins samkvæmt, er meðferð opinberra mála allt önnur en meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum. Meginmunurinn liggur í því að það eru gerðar meiri kröfur í opinberum málum. Þess vegna verður umfang málsins minna," segir Helgi Magnús. Hinn 28. október 2004 úrskurðaði samkeppnisráð að olíufélögin, sem til rannsóknar höfðu verið, skyldu greiða sektir upp á 2,6 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Þremur mánuðum síðar var upphæðin lækkuð í 1,5 milljarða króna. Sektir Kers og Olíufélagsins voru lækkaðar, þar sem félögin störfuðu með samkeppnisyfirvöldum á meðan. Sektir sem Skeljungur hlaut voru ekki lækkaðar þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs við samkeppnisyfirvöld. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir eðlilegt að einn maður hafi umsjón með samráðsmálinu sem er til meðferðar hjá embættinu. „Það er mikilvægt að samfellu sé haldið í málum af þessu tagi og þess vegna verður einn maður að hafa yfirumsjón með málinu. Síðan eru reglulegir samráðsfundir þar sem aðrir starfsmenn koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Mál af þessari tegund hafa ekki komið inn á borð Ríkissaksóknara áður og segir Helgi Magnús brýnt að vandað verði til verka eftir fremsta megni. „Þetta er umfangsmikið og flókið mál sem mikilvægt er að fái vandaða málsmeðferð. Í nágrannalöndum okkar eru ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur eru það alltaf fyrirtækin sjálf. En það liggur ekki fyrir hver niðurstaðan verður í þessu máli." Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Búast má við því að umfang málsmeðferðar vegna samráðs olíufélaganna verði umtalsvert minna þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Ríkissaksóknara, miðað við niðurstöðu Samkeppniseftirlits. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, sem unnið hefur að málinu. Málsmeðferð hjá Ríkissaksóknara lýkur á haustmánuðum. „Það má búast við því að málið verði umtalsvert minna um sig heldur en það var í meðferð samkeppnisyfirvalda. Eðli málsins samkvæmt, er meðferð opinberra mála allt önnur en meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum. Meginmunurinn liggur í því að það eru gerðar meiri kröfur í opinberum málum. Þess vegna verður umfang málsins minna," segir Helgi Magnús. Hinn 28. október 2004 úrskurðaði samkeppnisráð að olíufélögin, sem til rannsóknar höfðu verið, skyldu greiða sektir upp á 2,6 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Þremur mánuðum síðar var upphæðin lækkuð í 1,5 milljarða króna. Sektir Kers og Olíufélagsins voru lækkaðar, þar sem félögin störfuðu með samkeppnisyfirvöldum á meðan. Sektir sem Skeljungur hlaut voru ekki lækkaðar þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs við samkeppnisyfirvöld. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir eðlilegt að einn maður hafi umsjón með samráðsmálinu sem er til meðferðar hjá embættinu. „Það er mikilvægt að samfellu sé haldið í málum af þessu tagi og þess vegna verður einn maður að hafa yfirumsjón með málinu. Síðan eru reglulegir samráðsfundir þar sem aðrir starfsmenn koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Mál af þessari tegund hafa ekki komið inn á borð Ríkissaksóknara áður og segir Helgi Magnús brýnt að vandað verði til verka eftir fremsta megni. „Þetta er umfangsmikið og flókið mál sem mikilvægt er að fái vandaða málsmeðferð. Í nágrannalöndum okkar eru ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur eru það alltaf fyrirtækin sjálf. En það liggur ekki fyrir hver niðurstaðan verður í þessu máli."
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira