Veigar Páll framlengdi samninginn við Stabæk 9. ágúst 2006 15:00 veigar páll gunnarsson Fagnar hér einu marka sinna í sumar ásamt liðsfélögum sínum en hann er fyrir miðri mynd. MYND/scanpix Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk út tímabilið 2009. Gamli samningur Veigars átti að renna út nú í lok tímabilsins og bjuggust flestir við því að hann myndi þá semja við nýtt lið enda hefur honum verið sýndur mikill áhugi víða í Evrópu. En Veigar ákvað frekar en að bíða að gangast að tilboði Stabæk-manna. "Það eru í raun þrjár ástæður fyrir þessu," sagði Veigar við Fréttablaðið. "Fyrir það fyrsta líður mér mjög vel í Stabæk og leikstíll liðsins hentar mér fullkomnlega. Þetta eru fínir strákar í liðinu og allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar. Í öðru lagi fékk ég mjög góðan samning sem ég er afar sáttur við. Og í þriðja lagi fékk ég aldrei neitt tilboð frá öðru félagi þó svo að það hafi verið áhugi til staðar hjá erlendum liðum. Þá fer maður að hugsa um hversu lengi maður á að bíða, hvað gerist ef maður meiðist í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan það geta lið enn gert tilboð í mig þó svo að ég sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Það hefur ekkert breyst." Veigar hefur átt ótrúlegt tímabil í Noregi. Hann er markahæstur í deildinni með 11 mörk eftir 16 leiki og er efstur í einkunnagjöf þriggja stærstu dagblaða Noregs af núverandi leikmönnum deildarinnar. En Veigar segist vera ánægður í Stabæk og það sé það sem skipti mestu máli. "Ég veit nákvæmlega hversu mikils ég er metinn hér og eins og er á ég fast sæti í byrjunarliðinu. Þetta mál var líka farið að vera þungur baggi á mínum herðum og var ég orðinn leiður á að vera sífellt að velta þessu fyrir mér og hvort það væri verið að fylgjast með mér og fleira í þeim dúr. Ég vil einfaldlega njóta þess að spila fótbolta enda er ég eins og er að eiga mitt allra besta tímabil síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að sjá hvað er skrifað og sagt um mann hér í fjölmiðlum," bætti hann við. Íþróttir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk út tímabilið 2009. Gamli samningur Veigars átti að renna út nú í lok tímabilsins og bjuggust flestir við því að hann myndi þá semja við nýtt lið enda hefur honum verið sýndur mikill áhugi víða í Evrópu. En Veigar ákvað frekar en að bíða að gangast að tilboði Stabæk-manna. "Það eru í raun þrjár ástæður fyrir þessu," sagði Veigar við Fréttablaðið. "Fyrir það fyrsta líður mér mjög vel í Stabæk og leikstíll liðsins hentar mér fullkomnlega. Þetta eru fínir strákar í liðinu og allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar. Í öðru lagi fékk ég mjög góðan samning sem ég er afar sáttur við. Og í þriðja lagi fékk ég aldrei neitt tilboð frá öðru félagi þó svo að það hafi verið áhugi til staðar hjá erlendum liðum. Þá fer maður að hugsa um hversu lengi maður á að bíða, hvað gerist ef maður meiðist í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan það geta lið enn gert tilboð í mig þó svo að ég sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Það hefur ekkert breyst." Veigar hefur átt ótrúlegt tímabil í Noregi. Hann er markahæstur í deildinni með 11 mörk eftir 16 leiki og er efstur í einkunnagjöf þriggja stærstu dagblaða Noregs af núverandi leikmönnum deildarinnar. En Veigar segist vera ánægður í Stabæk og það sé það sem skipti mestu máli. "Ég veit nákvæmlega hversu mikils ég er metinn hér og eins og er á ég fast sæti í byrjunarliðinu. Þetta mál var líka farið að vera þungur baggi á mínum herðum og var ég orðinn leiður á að vera sífellt að velta þessu fyrir mér og hvort það væri verið að fylgjast með mér og fleira í þeim dúr. Ég vil einfaldlega njóta þess að spila fótbolta enda er ég eins og er að eiga mitt allra besta tímabil síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að sjá hvað er skrifað og sagt um mann hér í fjölmiðlum," bætti hann við.
Íþróttir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn