Segir stjórnvöld undir þrýstingi bænda 8. ágúst 2006 07:30 Halla Tómasdóttir Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, vill að hvers konar verndartollar og innflutningshöft á landbúnaðarvörum verði afnumin. Ákveði þjóðin að styðja íslenskan landbúnað eigi það að gerast með beinum greiðslum en ekki í gegnum vöruverðið. Viðskiptaráðið styður hugmyndir um afnám vörugjalda af matvöru en Halla vill ganga lengra. „Ég vil að hér sé frjáls markaður þar sem vörur hvaðan sem er keppa á samkeppnisgrundvelli. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk vara sé það góð að ekki þurfi að óttast samkeppni sem aðeins byggir á verði,“ sagði Halla í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að gæði íslenskrar búvöru séu mikil og þegar hafi sýnt sig að verslun með lífrænar vörur er talsverð þrátt fyrir að þær séu dýrari en aðrar. Nýlega strönduðu viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um ríkisstuðning við landbúnað en fylgismenn afnáms verndartolla bundu nokkrar vonir við þær viðræður. Halla segir miður að þær hafi siglt í strand en það þurfi ekki að koma á óvart þar sem málið sé hápólitískt og stuðningur við landbúnað atvinnustefna í mörgum löndum. „Ég er hrædd um að fólk sé mjög hrætt við að afnema verndartollana og finnst það reyndar skiljanlegt þar sem það er mikill þrýstingur og mörg atkvæði að sækja í þann hóp sem þrýstir vel,“ segir Halla, spurð um mat sitt á afstöðu íslenskra stjórnvalda til verndartolla og annarrar ríkisverndar á landbúnaði. Hún segir því litlar líkur á að verndartollar verði lækkaðir eða afnumdir í bráð. „Við eigum að setja okkur það að markmiði að ganga alla leið. Við eigum ekki að vera hrædd við að stíga skref í átt til afnáms allra verndartolla.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafnar bollaleggingum Höllu um þrýsting bændanna á stjórnmálamenn. „Þetta er mjög rangt,“ segir hann og bendir á að stuðningur ríkisins við bændur hafi minnkað stórlega á umliðnum árum. „WTO-viðræðurnar stöðvuðust ekki út af Íslandi heldur vegna Bandaríkjanna stóru og Evrópusambandsins stóra. Það halda allir utan um sinn landbúnað.“ Þá varar Guðni við hugmyndum um að beingreiðslur verði auknar í stað tollverndar. „Það eru falsspámenn sem tala um að bera peninga á bændur, líkt og Alþýðusambandið og fleiri spekingar eru nú að gera. Slíkt væri slys.“ Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, vill að hvers konar verndartollar og innflutningshöft á landbúnaðarvörum verði afnumin. Ákveði þjóðin að styðja íslenskan landbúnað eigi það að gerast með beinum greiðslum en ekki í gegnum vöruverðið. Viðskiptaráðið styður hugmyndir um afnám vörugjalda af matvöru en Halla vill ganga lengra. „Ég vil að hér sé frjáls markaður þar sem vörur hvaðan sem er keppa á samkeppnisgrundvelli. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk vara sé það góð að ekki þurfi að óttast samkeppni sem aðeins byggir á verði,“ sagði Halla í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að gæði íslenskrar búvöru séu mikil og þegar hafi sýnt sig að verslun með lífrænar vörur er talsverð þrátt fyrir að þær séu dýrari en aðrar. Nýlega strönduðu viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um ríkisstuðning við landbúnað en fylgismenn afnáms verndartolla bundu nokkrar vonir við þær viðræður. Halla segir miður að þær hafi siglt í strand en það þurfi ekki að koma á óvart þar sem málið sé hápólitískt og stuðningur við landbúnað atvinnustefna í mörgum löndum. „Ég er hrædd um að fólk sé mjög hrætt við að afnema verndartollana og finnst það reyndar skiljanlegt þar sem það er mikill þrýstingur og mörg atkvæði að sækja í þann hóp sem þrýstir vel,“ segir Halla, spurð um mat sitt á afstöðu íslenskra stjórnvalda til verndartolla og annarrar ríkisverndar á landbúnaði. Hún segir því litlar líkur á að verndartollar verði lækkaðir eða afnumdir í bráð. „Við eigum að setja okkur það að markmiði að ganga alla leið. Við eigum ekki að vera hrædd við að stíga skref í átt til afnáms allra verndartolla.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafnar bollaleggingum Höllu um þrýsting bændanna á stjórnmálamenn. „Þetta er mjög rangt,“ segir hann og bendir á að stuðningur ríkisins við bændur hafi minnkað stórlega á umliðnum árum. „WTO-viðræðurnar stöðvuðust ekki út af Íslandi heldur vegna Bandaríkjanna stóru og Evrópusambandsins stóra. Það halda allir utan um sinn landbúnað.“ Þá varar Guðni við hugmyndum um að beingreiðslur verði auknar í stað tollverndar. „Það eru falsspámenn sem tala um að bera peninga á bændur, líkt og Alþýðusambandið og fleiri spekingar eru nú að gera. Slíkt væri slys.“
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira