Lögregla lokaði í gær búðum mótmælenda 8. ágúst 2006 07:00 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Lögreglan á Egilsstöðum handtók aðfaranótt mánudags fjórtán mótmælendur sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og meðal annars hlekkjað sig við vinnuvélar og truflað framkvæmdir. Tveir mótmælendanna voru íslenskir en tólf erlendir. Framkvæmdaraðilar á svæðinu hafa lagt fram kæru vegna athæfisins og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mótmælendunum sem voru handteknir í fyrrinótt var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum mótmælenda undir Snæfelli verið lokað og gestir þar verið sendir á brott. Í tilkynningu frá Lárusi Bjarnasyni, sýslumanni á Seyðisfirði, kemur fram að lögreglunni hafi borist beiðni frá umráðaaðila landsins sem mótmælendur hafa hafst við á undanfarið um að þeir verði fjarlægðir af svæðinu. „Það er mikilvægt að lögreglan hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. Þeir hafa bent á mikinn kostnað við löggæslu á virkjunarsvæðinu en að okkar mati verður það að teljast eðlilegur kostnaður þegar um svona framkvæmd er að ræða,“ segir Bjarki Bragason, talsmaður Íslandsvina, sem skipulögðu tjaldbúðirnar undir Snæfelli í upphafi. Hann segir sjálfsagt að fólk mótmæli þessum framkvæmdum og að það sé hluti af tjáningarfrelsi einstaklinga. Hins vegar hafi mótmælendurnir sem handteknir voru í fyrrinótt ekki verið á vegum Íslandsvina heldur sjálfstæðir einstaklingar. „Það er spurning hvort yfirstjórn lögreglumála í landinu vill reka lögreglu sem nýtur trausts borgaranna og hagar sér í samræmi við almennar lýðræðisvenjur eða hvort lögreglustjórnin vill láta lögregluna ganga fram án tillits til réttinda borgaranna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að ef vilji sé fyrir hinu fyrrnefnda verði að fara fram rannsókn á því sem þarna gerðist og þeir sem beri ábyrgð vera dregnir til ábyrgðar. „Landsvirkjun fer hvorki með lögregluvald né dómsvald í ríkinu en lögreglan hlýddi þeim,“ segir Ragnar. Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Lögreglan á Egilsstöðum handtók aðfaranótt mánudags fjórtán mótmælendur sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og meðal annars hlekkjað sig við vinnuvélar og truflað framkvæmdir. Tveir mótmælendanna voru íslenskir en tólf erlendir. Framkvæmdaraðilar á svæðinu hafa lagt fram kæru vegna athæfisins og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mótmælendunum sem voru handteknir í fyrrinótt var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum mótmælenda undir Snæfelli verið lokað og gestir þar verið sendir á brott. Í tilkynningu frá Lárusi Bjarnasyni, sýslumanni á Seyðisfirði, kemur fram að lögreglunni hafi borist beiðni frá umráðaaðila landsins sem mótmælendur hafa hafst við á undanfarið um að þeir verði fjarlægðir af svæðinu. „Það er mikilvægt að lögreglan hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. Þeir hafa bent á mikinn kostnað við löggæslu á virkjunarsvæðinu en að okkar mati verður það að teljast eðlilegur kostnaður þegar um svona framkvæmd er að ræða,“ segir Bjarki Bragason, talsmaður Íslandsvina, sem skipulögðu tjaldbúðirnar undir Snæfelli í upphafi. Hann segir sjálfsagt að fólk mótmæli þessum framkvæmdum og að það sé hluti af tjáningarfrelsi einstaklinga. Hins vegar hafi mótmælendurnir sem handteknir voru í fyrrinótt ekki verið á vegum Íslandsvina heldur sjálfstæðir einstaklingar. „Það er spurning hvort yfirstjórn lögreglumála í landinu vill reka lögreglu sem nýtur trausts borgaranna og hagar sér í samræmi við almennar lýðræðisvenjur eða hvort lögreglustjórnin vill láta lögregluna ganga fram án tillits til réttinda borgaranna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að ef vilji sé fyrir hinu fyrrnefnda verði að fara fram rannsókn á því sem þarna gerðist og þeir sem beri ábyrgð vera dregnir til ábyrgðar. „Landsvirkjun fer hvorki með lögregluvald né dómsvald í ríkinu en lögreglan hlýddi þeim,“ segir Ragnar.
Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira