Um fimm þúsund manns gistu í Ásbyrgi aðfaranótt laugardags eftir tónleika Sigur Rósar. Talsverður erill var hjá lögreglunni á Húsavík vegna þessa.
Fimm einstaklingar voru teknir með fíkniefni í fórum sínum á tónleikum Sigur Rósar á föstudagskvöldinu. Um svokallaða neysluskammta var að ræða í öllum tilfellum; smáræði af hassi, amfetamín og kókaín.
Lögregla var kölluð til á laugardagsmorgun vegna stympinga manna á milli á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi og talsverður erill var hjá lögreglu þann dag vegna tónleikagesta sem létu ófriðlega.