Lífeyrissjóðir sýni félagslega ábyrgð 8. ágúst 2006 07:45 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að lífeyrissjóðir, sem stærstu stofnanafjárfestar hér á landi, móti fjárfestingarstefnu þar sem áhersla sé lögð á félagslega ábyrgð fyrirtækja til að sporna við aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Sem dæmi nefnir Ingibjörg að lífeyrissjóðir geti mótað stefnu um að fyrirtæki sem þeir fjárfesti í hafi hámark á launabili milli starfsmanna sinna, hafi virka jafnréttisstefnu, sinni endurmenntun starfsmanna og séu ábyrg í umhverfismálum. Spurð hvort þetta geti verið samrýmanlegt lögbundnu hagnaðarsjónarmiði lífeyrissjóða segist Ingibjörg telja svo vera. „Ég tel að þetta muni með engum hætti draga úr arðsemi fyrirtækja. Það eru meiri líkur á að fyrirtækjum gangi vel og séu arðbær ef vel er búið að fólkinu sem þar starfar og það starfar í sátt við samfélag sitt.“ Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þessar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar lýsa vanþekkingu eða hugsunarleysi. „Lífeyrissjóðir eru samtryggingarsjóðir en í löggjöf sem Alþingi hefur sett liggur það skýrt fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa þá meginfrumskyldu að ávaxta peninga lífeyrissjóðsins með besta hugsanlega móti. Stjórnir lífeyrissjóða væru að mínu mati að brjóta lög ef þær settu önnur markmið en skýr klár ávöxtunarsjónarmið fram fyrir í fjárfestingarstefnu sinni.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um félagslega ábyrgð í fjárfestingum á þeim vettvangi heldur hafi einstökum sjóðum verið eftirlátið að móta stefnu um fjárfestingar. „Það er hins vegar algjört ofmat á stöðu og styrk íslensku lífeyrissjóðanna ef menn halda að sjóðirnir geti einir og sér skerpt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. Jafnvel þó að allir íslensku lífeyrisjóðirnir myndu leggjast á sömu sveif eiga þeir ekki nema tólf til þrettán prósent af markaðsverðmæti hlutabréfa skráðra hjá Kauphöll Íslands. Það þyrfti því aldeilis að byggja á stuðningi annarra hluthafa ef málið ætti að fá einhvern framgang.“ Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að lífeyrissjóðir, sem stærstu stofnanafjárfestar hér á landi, móti fjárfestingarstefnu þar sem áhersla sé lögð á félagslega ábyrgð fyrirtækja til að sporna við aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Sem dæmi nefnir Ingibjörg að lífeyrissjóðir geti mótað stefnu um að fyrirtæki sem þeir fjárfesti í hafi hámark á launabili milli starfsmanna sinna, hafi virka jafnréttisstefnu, sinni endurmenntun starfsmanna og séu ábyrg í umhverfismálum. Spurð hvort þetta geti verið samrýmanlegt lögbundnu hagnaðarsjónarmiði lífeyrissjóða segist Ingibjörg telja svo vera. „Ég tel að þetta muni með engum hætti draga úr arðsemi fyrirtækja. Það eru meiri líkur á að fyrirtækjum gangi vel og séu arðbær ef vel er búið að fólkinu sem þar starfar og það starfar í sátt við samfélag sitt.“ Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þessar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar lýsa vanþekkingu eða hugsunarleysi. „Lífeyrissjóðir eru samtryggingarsjóðir en í löggjöf sem Alþingi hefur sett liggur það skýrt fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa þá meginfrumskyldu að ávaxta peninga lífeyrissjóðsins með besta hugsanlega móti. Stjórnir lífeyrissjóða væru að mínu mati að brjóta lög ef þær settu önnur markmið en skýr klár ávöxtunarsjónarmið fram fyrir í fjárfestingarstefnu sinni.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um félagslega ábyrgð í fjárfestingum á þeim vettvangi heldur hafi einstökum sjóðum verið eftirlátið að móta stefnu um fjárfestingar. „Það er hins vegar algjört ofmat á stöðu og styrk íslensku lífeyrissjóðanna ef menn halda að sjóðirnir geti einir og sér skerpt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. Jafnvel þó að allir íslensku lífeyrisjóðirnir myndu leggjast á sömu sveif eiga þeir ekki nema tólf til þrettán prósent af markaðsverðmæti hlutabréfa skráðra hjá Kauphöll Íslands. Það þyrfti því aldeilis að byggja á stuðningi annarra hluthafa ef málið ætti að fá einhvern framgang.“
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira