Stjórnvöld verða að horfast í augu við rekstrarvandann 5. ágúst 2006 08:30 Framkvæmdir Stjórnvöld hafa að undanförnu gripið til þess ráðs að draga úr opinberum framkvæmdum til þess að slá á þenslu í hagkerfinu. MYND/Stefán Ríflega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að agaleysi stjórnvalda hér á landi væri meira en í nágrannalöndum okkar og við því þyrfti Alþingi, ekki síður en stjórnvöld, að bregðast. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum. Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skýrslu ríkisendurskoðunar sýna að almenningur í landinu þurfi að súpa seyðið af óábyrgri efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda. „Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að það virðist lítið vera gert vegna þeirra ábendinga sem koma frá Ríkisendurskoðanda. Ár eftir ár fer stór hluti fjárlagaliðanna fram úr áætlunum og auðvitað er það ábyrgðarlaust að reyna ekki að taka þessi mál traustari tökum. Þessi lausatök stjórnvalda hafa valdið gríðarlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síðustu tíu árin, sem er verulegur hluti af þeim þensluvanda sem skilar sér í alltof hárri verðbólgu. Augljóst er að taka verður fastar á rekstrarvanda íslenska ríkisins.“ Samkvæmt fjárlögum ársins 2005, sem samþykkt voru af Alþingi, voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 306,4 milljarðar króna en gjöld 296,4 milljarðar króna. Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í nóvember á síðasta ári en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs hækkuðu miðað við fjárlög, um 102 milljarða króna, en þar réð mestu söluhagnaður eigna upp á 59 milljarða. Auk þess var gert ráð fyrir því að gjöld ykjust um 21 milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar. Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Ríflega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að agaleysi stjórnvalda hér á landi væri meira en í nágrannalöndum okkar og við því þyrfti Alþingi, ekki síður en stjórnvöld, að bregðast. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum. Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skýrslu ríkisendurskoðunar sýna að almenningur í landinu þurfi að súpa seyðið af óábyrgri efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda. „Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að það virðist lítið vera gert vegna þeirra ábendinga sem koma frá Ríkisendurskoðanda. Ár eftir ár fer stór hluti fjárlagaliðanna fram úr áætlunum og auðvitað er það ábyrgðarlaust að reyna ekki að taka þessi mál traustari tökum. Þessi lausatök stjórnvalda hafa valdið gríðarlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síðustu tíu árin, sem er verulegur hluti af þeim þensluvanda sem skilar sér í alltof hárri verðbólgu. Augljóst er að taka verður fastar á rekstrarvanda íslenska ríkisins.“ Samkvæmt fjárlögum ársins 2005, sem samþykkt voru af Alþingi, voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 306,4 milljarðar króna en gjöld 296,4 milljarðar króna. Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í nóvember á síðasta ári en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs hækkuðu miðað við fjárlög, um 102 milljarða króna, en þar réð mestu söluhagnaður eigna upp á 59 milljarða. Auk þess var gert ráð fyrir því að gjöld ykjust um 21 milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar.
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira