Erlent

Tveir grunaðir handteknir

Á vettvangi Tveir menn voru handteknir í gær í tengslum við raðmorð í Phoenix.
Á vettvangi Tveir menn voru handteknir í gær í tengslum við raðmorð í Phoenix. MYND/AP

Lögreglan í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum handtók í gær tvo menn í tengslum við raðmorð sem skelft hafa íbúa borgarinnar í meira en ár.

Mennirnir eru taldir tengjast máli leyniskyttu sem kölluð er „The Serial Shooter“ en ekki öðrum fjöldamorðingja sem gengur undir nafninu Baseline-morðinginn.

Leyniskyttan er talin hafa myrt sex manns og sært 17 aðra. Jafnframt hefur hún skotið á hunda og hesta. Hinn morðinginn er grunaður um að hafa banað átta manns og misþyrmt ellefu öðrum kynferðislega.

Borgarstjóri Phoenix, Phil Gordon, sagði mennina vera „skrímslin tvö sem við höfum verið að leita að,“ en lögreglan var mun þagmálli um málið. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×