
Sport
United vann

Manchester United vann opnunarleik Amsterdammótsins gegn Porto í Hollandi í gær með þremur mörkum gegn einu en mótið verður sýnt beint á Sýn alla helgina. Paul Scholes kom United yfir með góðu skoti áður en Wayne Rooney skoraði glæsilegt mark eftir einleik. Ole Gunnar Solskjær, sem er óðum að ná sér eftir erfið meiðsli, skoraði svo þriðja mark United áður en Pepé minnkaði muninn með stórbrotnu marki.