Svartir sauðir sem ekki láta sér segjast 29. júlí 2006 08:45 Gunnar sigurjónsson Lögreglan í Kópavogi mældi vélhjól á 168 kílómetra hraða við Smáralind klukkan hálf níu í fyrrakvöld þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þegar lögreglumenn hugðust veita því eftirför gaf ökumaðurinn í og tókst að stinga þá af. Lögreglan náði númeri hjólsins og leitar nú mannsins. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn með stuttu millibili á Sæbraut skömmu eftir miðnætti, annan á fimmtugsaldri á 148 kílómetra hraða og hinn á fertugsaldri á 142 kílómetra hraða. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund og voru mennirnir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og sviptir ökuréttindum. Þá veitti lögreglan í Borgarnesi tveimur vélhjólamönnum eftirför á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, en að sögn varðstjóra embættisins voru báðir á vel yfir 200 kílómetra hraða. Annar mannanna náðist en hinn slapp úr greipum lögreglunnar. Sama kvöld fór fram gríðarlega fjölmennur fundur vélhjólamanna í Laugardalshöll þar sem rætt var um ímynd þeirra og hættur glannalegs aksturs. Að loknum fundi fór stór hópur í Heiðmörk þar sem haldin var minningarathöfn um einn þeirra þriggja manna sem látist hafa í vélhjólaslysum það sem af er ári. Sá sem ók í Kópavogi var eltur á sama tíma og fundurinn átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir sem teknir voru í Reykjavík höfðu verið viðstaddir minningarathöfnina, en Dagrún Jónsdóttir, einn skipuleggjenda hennar, segist ekki í vafa um það. „Þeir voru örugglega þar.“ Dagrún segir að vélhjólafólk líti á athæfi mannanna sem óvirðingu við málstaðinn. „Við erum ægilega svekkt. Við héldum að við værum að ná til fólks en það eru greinilega svartir sauðir sem ekki láta sér segjast.“ Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju og vélhjólamaður, sem flutti ræðu á fundinum, er hissa og harðorður í garð mannanna. „Ég lít bara á þetta sem hreina og klára hryðjuverkastarfsemi gagnvart okkur mótorhjólamönnum. Þetta er algjörlega í andstreymi við það sem við vorum að gera í Laugardalshöllinni og setur svartan blett á alla mótorhjólamenn, þrátt fyrir að staðreyndin sé að flestir haga sér eins og menn. Við erum orðin verulega þreytt á þessu.“ Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Lögreglan í Kópavogi mældi vélhjól á 168 kílómetra hraða við Smáralind klukkan hálf níu í fyrrakvöld þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þegar lögreglumenn hugðust veita því eftirför gaf ökumaðurinn í og tókst að stinga þá af. Lögreglan náði númeri hjólsins og leitar nú mannsins. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn með stuttu millibili á Sæbraut skömmu eftir miðnætti, annan á fimmtugsaldri á 148 kílómetra hraða og hinn á fertugsaldri á 142 kílómetra hraða. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund og voru mennirnir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og sviptir ökuréttindum. Þá veitti lögreglan í Borgarnesi tveimur vélhjólamönnum eftirför á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, en að sögn varðstjóra embættisins voru báðir á vel yfir 200 kílómetra hraða. Annar mannanna náðist en hinn slapp úr greipum lögreglunnar. Sama kvöld fór fram gríðarlega fjölmennur fundur vélhjólamanna í Laugardalshöll þar sem rætt var um ímynd þeirra og hættur glannalegs aksturs. Að loknum fundi fór stór hópur í Heiðmörk þar sem haldin var minningarathöfn um einn þeirra þriggja manna sem látist hafa í vélhjólaslysum það sem af er ári. Sá sem ók í Kópavogi var eltur á sama tíma og fundurinn átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir sem teknir voru í Reykjavík höfðu verið viðstaddir minningarathöfnina, en Dagrún Jónsdóttir, einn skipuleggjenda hennar, segist ekki í vafa um það. „Þeir voru örugglega þar.“ Dagrún segir að vélhjólafólk líti á athæfi mannanna sem óvirðingu við málstaðinn. „Við erum ægilega svekkt. Við héldum að við værum að ná til fólks en það eru greinilega svartir sauðir sem ekki láta sér segjast.“ Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju og vélhjólamaður, sem flutti ræðu á fundinum, er hissa og harðorður í garð mannanna. „Ég lít bara á þetta sem hreina og klára hryðjuverkastarfsemi gagnvart okkur mótorhjólamönnum. Þetta er algjörlega í andstreymi við það sem við vorum að gera í Laugardalshöllinni og setur svartan blett á alla mótorhjólamenn, þrátt fyrir að staðreyndin sé að flestir haga sér eins og menn. Við erum orðin verulega þreytt á þessu.“
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira