Skattgreiðendur sjö þúsund fleiri en 2005 29. júlí 2006 09:00 Reyndu að hindra aðgengi að skattskrám Forystumenn Sambands ungra sjálfstæðismanna, þeir Ýmir Örn Finnbogason og Borgar Þór Einarsson, mættu á skrifstofu Skattstjórans í Reykjavík í gær og reyndu að koma í veg fyrir aðgengi almennings að skattskránum. Framteljendum á Íslandi fjölgaði meira á síðasta ári en dæmi eru um áður. Fjölgunin frá árinu á undan nam 6.900 manns og stafar hún fyrst og fremst af auknum fjölda útlendinga sem eru hér við störf. Heildarfjöldi framteljenda að þessu sinni er 241.344 og greiða þeir samtals 163,5 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar. Er það 13 prósenta hækkun frá fyrra ári. Frá þessari upphæð dragast síðan tæpir átta milljarðar króna sem koma til útborgunar um mánaðamótin í formi vaxta- og barnabóta auk ofgreiddrar staðgreiðslu og fyrirframgreiddra skatta af tekjum síðasta árs. Greitt útsvar til sveitarfélaga á síðasta ári nam alls 77,7 milljörðum króna og hækkar um 12,5 af hundraði frá árinu á undan. Útsvarsgreiðendur eru samtals 234.171 og álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um níu prósent frá ári til árs. Reykvíkingar og Reyknesingar greiða hæstu meðalálagninguna en lægst er hún á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Þannig koma sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingunum að þessu sinni frá Reykjavík, tveir úr skattaumdæmi Reykjaness og einn af Suðurlandi. Arngrímur Jóhannsson, sem lengst af hefur verið kenndur við flugfélagið Atlanta, er skattakóngur ársins með ríflega 170 milljónir króna í heildargjöld. Næstur honum kemur Ármann Ármannsson, útgerðarmaður í Reykjavík, með liðlega 160 milljónir og Aðalsteinn Karlsson, sem heildverslun A. Karlsson er kennd við, er þriðji með tæpar 133 milljónir króna í heildargjöld. Eins og venja er liggja álagningaskrár frammi hjá embættum skattstjóra um allt land í tvær vikur eða til 11. ágúst næstkomandi að þessu sinni. Misjöfn ánægja er með þessa ráðstöfun, þannig reyndu ungir sjálfstæðismenn að hindra aðgengi almennings að skattskrám í Reykjavík í gær. Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Framteljendum á Íslandi fjölgaði meira á síðasta ári en dæmi eru um áður. Fjölgunin frá árinu á undan nam 6.900 manns og stafar hún fyrst og fremst af auknum fjölda útlendinga sem eru hér við störf. Heildarfjöldi framteljenda að þessu sinni er 241.344 og greiða þeir samtals 163,5 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar. Er það 13 prósenta hækkun frá fyrra ári. Frá þessari upphæð dragast síðan tæpir átta milljarðar króna sem koma til útborgunar um mánaðamótin í formi vaxta- og barnabóta auk ofgreiddrar staðgreiðslu og fyrirframgreiddra skatta af tekjum síðasta árs. Greitt útsvar til sveitarfélaga á síðasta ári nam alls 77,7 milljörðum króna og hækkar um 12,5 af hundraði frá árinu á undan. Útsvarsgreiðendur eru samtals 234.171 og álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um níu prósent frá ári til árs. Reykvíkingar og Reyknesingar greiða hæstu meðalálagninguna en lægst er hún á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Þannig koma sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingunum að þessu sinni frá Reykjavík, tveir úr skattaumdæmi Reykjaness og einn af Suðurlandi. Arngrímur Jóhannsson, sem lengst af hefur verið kenndur við flugfélagið Atlanta, er skattakóngur ársins með ríflega 170 milljónir króna í heildargjöld. Næstur honum kemur Ármann Ármannsson, útgerðarmaður í Reykjavík, með liðlega 160 milljónir og Aðalsteinn Karlsson, sem heildverslun A. Karlsson er kennd við, er þriðji með tæpar 133 milljónir króna í heildargjöld. Eins og venja er liggja álagningaskrár frammi hjá embættum skattstjóra um allt land í tvær vikur eða til 11. ágúst næstkomandi að þessu sinni. Misjöfn ánægja er með þessa ráðstöfun, þannig reyndu ungir sjálfstæðismenn að hindra aðgengi almennings að skattskrám í Reykjavík í gær.
Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira