Ný brú skapar aukið öryggi 29. júlí 2006 07:45 nýja brúin Brúnni er ætlað að vera fær gangandi mönnum, vélsleðum og jafnvel hestum ef varlega er farið. mynd/sigurður bogi sævarsson Ferðafélag Íslands vígði á fimmtudagskvöld nýja brú yfir ána Farið sem er til móts við Einifellið um einn og hálfan kílómetra í suðvestur frá skála félagsins. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður fór þessa leið í fyrrasumar og sagði brúarleysið hafa bætt fjórum til sex tímum við ferðina. „Ég skrifaði um það í gestabókina við Hagavatn að það hefði gert okkur daginn talsvert erfiðari að hafa ekki brú á þessum stað. Það er mjög erfið gönguleið þarna þegar það þarf að krækja fyrir Hagavatn og ganga upp á Hagafellsjökul en nú er hægt að fara beina leið yfir Farið með tilkomu brúarinnar.“ Steingrímur segir spennandi að fara hina leiðina fyrir þá sem vilja leggja það á sig en þægindi og öryggi fylgi því að hafa þessa brú. „Þarna verður til mjög skemmtileg gönguleið þar sem til dæmis er hægt að fara að Bláfellshálsi, ganga með Jarlhettunum, koma við hjá Hagavatni, fara svo yfir Farið og áfram.“ Ferðafélag Íslands hefur látið byggja þrjár brýr á Farið, tvær uppi við útfall vatnsins og aðra á klöppunum neðan útfallsins. Nýja brúin er enn neðar og í beinni leið frá skálanum að Mosaskarði. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Ferðafélag Íslands vígði á fimmtudagskvöld nýja brú yfir ána Farið sem er til móts við Einifellið um einn og hálfan kílómetra í suðvestur frá skála félagsins. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður fór þessa leið í fyrrasumar og sagði brúarleysið hafa bætt fjórum til sex tímum við ferðina. „Ég skrifaði um það í gestabókina við Hagavatn að það hefði gert okkur daginn talsvert erfiðari að hafa ekki brú á þessum stað. Það er mjög erfið gönguleið þarna þegar það þarf að krækja fyrir Hagavatn og ganga upp á Hagafellsjökul en nú er hægt að fara beina leið yfir Farið með tilkomu brúarinnar.“ Steingrímur segir spennandi að fara hina leiðina fyrir þá sem vilja leggja það á sig en þægindi og öryggi fylgi því að hafa þessa brú. „Þarna verður til mjög skemmtileg gönguleið þar sem til dæmis er hægt að fara að Bláfellshálsi, ganga með Jarlhettunum, koma við hjá Hagavatni, fara svo yfir Farið og áfram.“ Ferðafélag Íslands hefur látið byggja þrjár brýr á Farið, tvær uppi við útfall vatnsins og aðra á klöppunum neðan útfallsins. Nýja brúin er enn neðar og í beinni leið frá skálanum að Mosaskarði.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira