Mannskaði ef eldur brýst út 28. júlí 2006 07:45 Stórflutningar um Hvalfjarðargöng Eldsneytisflutningabílar mega einungis fara gegnum göngin á ákveðnum tímum dags, en slökkviliðsstjóri telur það mikla mildi að ekki hafi orðið slys. Gríðarlega erfitt yrði að forða fólki úr Hvalfjarðargöngum ef kviknaði í olíuflutningabíl inni í þeim, að sögn slökkviliðsstjóra í Borgarnesi. „Enginn hættir sér inn í göngin ef þar brenna þrjátíu þúsund lítrar af bensíni, bíllinn yrði látinn brenna,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi. „Það er ólíklegt að aðrir bílar gætu forðað sér, þarna yrði mannskaði. Reykurinn færi á tveggja metra hraða á sekúndu um göngin, bílar virkuðu ekki og allt yrði súrefnislaust. Við mundum ekki fórna fleiri mannslífum fyrir færri.“ Í viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga segir að nær útilokað sé fyrir slökkviliðið að slökkva eld í venjulegum vöruflutningabíl. Ef um eldsneytisflutningabíl er að ræða gæti bruninn valdið hrunhættu úr bergi vegna mikils hita. Bjarni segir einnig marga vörubílstjóra ekki hafa hugmynd um hvað þeir eru að flytja í bílunum. „Þeir gætu verið að flytja klór eða rafgeyma, en þetta er aldrei skoðað,“ segir Bjarni. „Hér fara í gegn hjá okkur að jafnaði um tveir stórir bílar með flugvélaeldsneyti til Akureyrar í hverri viku og það er einungis Guði og lukkunni fyrir að þakka að ekki hefur farið illa.“ Samgönguráðuneytið hefur óskað eftir því við Umferðarstofu að athugun fari fram á hættu við að flytja eldsneyti um Hvalfjarðargöng. Búist er við niðurstöðum úr þeirri vinnu í haust. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Gríðarlega erfitt yrði að forða fólki úr Hvalfjarðargöngum ef kviknaði í olíuflutningabíl inni í þeim, að sögn slökkviliðsstjóra í Borgarnesi. „Enginn hættir sér inn í göngin ef þar brenna þrjátíu þúsund lítrar af bensíni, bíllinn yrði látinn brenna,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi. „Það er ólíklegt að aðrir bílar gætu forðað sér, þarna yrði mannskaði. Reykurinn færi á tveggja metra hraða á sekúndu um göngin, bílar virkuðu ekki og allt yrði súrefnislaust. Við mundum ekki fórna fleiri mannslífum fyrir færri.“ Í viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga segir að nær útilokað sé fyrir slökkviliðið að slökkva eld í venjulegum vöruflutningabíl. Ef um eldsneytisflutningabíl er að ræða gæti bruninn valdið hrunhættu úr bergi vegna mikils hita. Bjarni segir einnig marga vörubílstjóra ekki hafa hugmynd um hvað þeir eru að flytja í bílunum. „Þeir gætu verið að flytja klór eða rafgeyma, en þetta er aldrei skoðað,“ segir Bjarni. „Hér fara í gegn hjá okkur að jafnaði um tveir stórir bílar með flugvélaeldsneyti til Akureyrar í hverri viku og það er einungis Guði og lukkunni fyrir að þakka að ekki hefur farið illa.“ Samgönguráðuneytið hefur óskað eftir því við Umferðarstofu að athugun fari fram á hættu við að flytja eldsneyti um Hvalfjarðargöng. Búist er við niðurstöðum úr þeirri vinnu í haust.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira