Segir að uppeldi sé ekki í verkahring lögreglunnar 28. júlí 2006 08:00 Hátíðir um verslunarmannahelgi draga að unglinga Almennar reglur um útivistartíma og áfengisdrykkju gilda á hátíðum um verslunarmannahelgi eins og annars staðar. Lögreglan notar þær heimildir til að taka á vandamálum sem fylgja eftirlitslausum unglingum þótt önnur verkefni séu oft meira aðkallandi. MYND/Billi "Við erum ekki með neinar sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir unglingadrykkju," segir Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, sem stendur að þjóðhátíð í Eyjum. Hann segir að sértækar aðgerðir eins og áfengisleit á öllum unglingum séu erfiðar í framkvæmd. Lögreglan sjái um að allt fari vel fram og sinni því hlutverki vel. Á Akureyri er reynt að setja unglingum stólinn fyrir dyrnar á hátíðinni "Ein með öllu" með því að hafa átján ára aldurstakmark á tjaldstæðunum. Ekkert aldurstakmark er á tjaldsvæðinu í Neskaupstað þar sem hátíðin Neistaflug verður haldin um verslunarmannahelgina. "Hér hefur alltaf verið fylgst vel með hlutunum og lögregla látin taka vín af börnunum ef þau eru að drekka," segir Þorvaldur Einarsson, sem stendur að Neistaflugi. Engin sérstök lög eru til um hátíðir eins og þær sem haldnar eru um verslunarmannahelgi. Aftur á móti gilda þar almennar reglur um útivistartíma og unglingadrykkju. "Menn meta hvaða verkefni eru mikilvægust og auðvitað höfum við ekki mannskap til að sinna öllu sem getur komið upp," segir Björn Jósef Arnviðsson, lögreglustjóri á Akureyri. Björn Jósef segir það ekki vera hlutverk lögreglunnar að ala börn upp og ábyrgðarleysi af foreldrum ef þeir leyfa börnum sínum að fara einum á hátíðir og ætla lögreglunni að gæta útivistartímans. Björn Þór Rögnvaldsson, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, tekur í sama streng og segir að lögregla og björgunarsveit verði viðbúin að framfylgja lögum. "Margt annað þarf að fara í forgang. Lögreglumenn geta ekki verið að spyrja hvern einasta mann um skilríki," segir Björn Jósef. Engin aldurstakmörk eru inn á þjóðhátíð í Eyjum en lögreglan þar reynir þó að hafa hemil á unglingum eftir því sem heimildir þeirra leyfa. "Við megum hafa afskipti af börnum undir sextán ára eftir að útivistartíma lýkur og við nýtum okkur það," segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Einnig segir Karl að ef höfð séu afskipti af unglingum undir átján ára sé hægt að kalla eftir því hvort þeir hafi heimild foreldra til að vera á hátíðinni. "Einstaka sinnum hefur komið fyrir að við höfum sent börn til Reykjavíkur, en þeim tilfellum fer fækkandi," segir Karl Gauti. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
"Við erum ekki með neinar sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir unglingadrykkju," segir Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, sem stendur að þjóðhátíð í Eyjum. Hann segir að sértækar aðgerðir eins og áfengisleit á öllum unglingum séu erfiðar í framkvæmd. Lögreglan sjái um að allt fari vel fram og sinni því hlutverki vel. Á Akureyri er reynt að setja unglingum stólinn fyrir dyrnar á hátíðinni "Ein með öllu" með því að hafa átján ára aldurstakmark á tjaldstæðunum. Ekkert aldurstakmark er á tjaldsvæðinu í Neskaupstað þar sem hátíðin Neistaflug verður haldin um verslunarmannahelgina. "Hér hefur alltaf verið fylgst vel með hlutunum og lögregla látin taka vín af börnunum ef þau eru að drekka," segir Þorvaldur Einarsson, sem stendur að Neistaflugi. Engin sérstök lög eru til um hátíðir eins og þær sem haldnar eru um verslunarmannahelgi. Aftur á móti gilda þar almennar reglur um útivistartíma og unglingadrykkju. "Menn meta hvaða verkefni eru mikilvægust og auðvitað höfum við ekki mannskap til að sinna öllu sem getur komið upp," segir Björn Jósef Arnviðsson, lögreglustjóri á Akureyri. Björn Jósef segir það ekki vera hlutverk lögreglunnar að ala börn upp og ábyrgðarleysi af foreldrum ef þeir leyfa börnum sínum að fara einum á hátíðir og ætla lögreglunni að gæta útivistartímans. Björn Þór Rögnvaldsson, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, tekur í sama streng og segir að lögregla og björgunarsveit verði viðbúin að framfylgja lögum. "Margt annað þarf að fara í forgang. Lögreglumenn geta ekki verið að spyrja hvern einasta mann um skilríki," segir Björn Jósef. Engin aldurstakmörk eru inn á þjóðhátíð í Eyjum en lögreglan þar reynir þó að hafa hemil á unglingum eftir því sem heimildir þeirra leyfa. "Við megum hafa afskipti af börnum undir sextán ára eftir að útivistartíma lýkur og við nýtum okkur það," segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Einnig segir Karl að ef höfð séu afskipti af unglingum undir átján ára sé hægt að kalla eftir því hvort þeir hafi heimild foreldra til að vera á hátíðinni. "Einstaka sinnum hefur komið fyrir að við höfum sent börn til Reykjavíkur, en þeim tilfellum fer fækkandi," segir Karl Gauti.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira