Vilja fá alla umfram mjólkurframleiðslu 26. júlí 2006 03:30 Blair Gordon, innkaupastjóri bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market, segir keðjuna geta tekið við öllum mjólkurafurðum sem Íslendingar geta framleitt. Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið er framleitt hér á ári en áhuginn á íslenska skyrinu hefur verið svo ótrúlegur að fjöldi fólks hefur haft samband við okkur til að forvitnast um hvenær skyrið kemur í sölu í fleiri búðum hjá okkur, segir Gordon. Whole Foods Market hefur haft til sölu íslenskar mjólkurafurðir, þá aðallega skyr, í tæpt ár í hluta verslana sinna. Fyrirtækið rekur um 180 hágæða matvöruverslanir í 31 ríki Bandaríkjanna og er stefnt að því að verslanir fyrirtækisins verði um þrjú hundruð talsins árið 2010. Sala á íslensku vörunum hefur verið það mikil að Mjólkursamsalan hefur ekki annað eftirspurn. Það vantar einfaldlega meira af mjólkurkúm, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Við höfum ekki náð að fylgja þessu nægilega vel eftir miðað við áhugann úti. Guðbrandur segir Mjólkursamsöluna hafa sent rúmt tonn af skyri á viku til verslanakeðjunnar síðustu mánuði, ásamt smjöri og ostum. Guðbrandur segir að um þróunarverkefni hafi verið að ræða í fyrstu en nú sé svo komið að verslanakeðjan vilji kaupa alla umfram mjólkurframleiðslu sem íslenskir kúabændur geti framleitt. Við þurfum meiri framleiðslu, við komum ekki vörunni í eins margar búðir þarna úti og við myndum vilja því að við eigum hana ekki til. Að sögn Guðbrands hefur Mjólkursamsalan fengið mjög hagstæð verð í Bandaríkjunum og því sé kappsmál að bregðast við eftirspurninni sem fyrst. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur að bændur muni bregðast við. Bændur hafa brugðist við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum hér og nú þegar við vitum að þeir vilja kaupa meira af okkur er það okkar verkefni að fjölga kúm og auka framleiðsluna, segir Haraldur. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Blair Gordon, innkaupastjóri bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market, segir keðjuna geta tekið við öllum mjólkurafurðum sem Íslendingar geta framleitt. Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið er framleitt hér á ári en áhuginn á íslenska skyrinu hefur verið svo ótrúlegur að fjöldi fólks hefur haft samband við okkur til að forvitnast um hvenær skyrið kemur í sölu í fleiri búðum hjá okkur, segir Gordon. Whole Foods Market hefur haft til sölu íslenskar mjólkurafurðir, þá aðallega skyr, í tæpt ár í hluta verslana sinna. Fyrirtækið rekur um 180 hágæða matvöruverslanir í 31 ríki Bandaríkjanna og er stefnt að því að verslanir fyrirtækisins verði um þrjú hundruð talsins árið 2010. Sala á íslensku vörunum hefur verið það mikil að Mjólkursamsalan hefur ekki annað eftirspurn. Það vantar einfaldlega meira af mjólkurkúm, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Við höfum ekki náð að fylgja þessu nægilega vel eftir miðað við áhugann úti. Guðbrandur segir Mjólkursamsöluna hafa sent rúmt tonn af skyri á viku til verslanakeðjunnar síðustu mánuði, ásamt smjöri og ostum. Guðbrandur segir að um þróunarverkefni hafi verið að ræða í fyrstu en nú sé svo komið að verslanakeðjan vilji kaupa alla umfram mjólkurframleiðslu sem íslenskir kúabændur geti framleitt. Við þurfum meiri framleiðslu, við komum ekki vörunni í eins margar búðir þarna úti og við myndum vilja því að við eigum hana ekki til. Að sögn Guðbrands hefur Mjólkursamsalan fengið mjög hagstæð verð í Bandaríkjunum og því sé kappsmál að bregðast við eftirspurninni sem fyrst. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur að bændur muni bregðast við. Bændur hafa brugðist við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum hér og nú þegar við vitum að þeir vilja kaupa meira af okkur er það okkar verkefni að fjölga kúm og auka framleiðsluna, segir Haraldur.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira