Dorrit verður Íslendingur 25. júlí 2006 07:30 Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður íslenskur ríkisborgari næstkomandi mánudag, hinn 31. júlí. Umsókn hennar hefur verið afgreidd úr dómsmálaráðuneytinu og mun taka gildi á mánudaginn. Þetta staðfestir Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. „Þetta er spurning um tímann frá því að hún skráir lögheimili sitt á Íslandi þar til hún fær ríkisborgararétt. Þess vegna þarf að bíða fram á mánudag,“ segir Þorsteinn. Meðmælendur Dorritar voru meðal annarra Karl Sigurbjörnsson biskup og Rannveig Rist, forstjóri Alcan. Dorrit og Ólafur hafa átt vingott frá því laust fyrir aldamót, en þau gengu í hjónaband vorið 2003. Dorrit hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar síðan hún hóf að heimsækja landið reglulega. Hún hefur einnig verið kölluð Norræna stjarnan af þekktum erlendum tískutímaritum. Dorrit fæddist í Jerúsalem í Ísrael en bjó lengst af ævi sinnar í Bretlandi þar sem fjölskylda hennar rekur stóra keðju skartgripaverslana. Dorrit er ekki fyrsta eiginkona íslensks forseta sem er af erlendu bergi brotin því Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, átti danska eiginkonu. Innlent Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður íslenskur ríkisborgari næstkomandi mánudag, hinn 31. júlí. Umsókn hennar hefur verið afgreidd úr dómsmálaráðuneytinu og mun taka gildi á mánudaginn. Þetta staðfestir Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. „Þetta er spurning um tímann frá því að hún skráir lögheimili sitt á Íslandi þar til hún fær ríkisborgararétt. Þess vegna þarf að bíða fram á mánudag,“ segir Þorsteinn. Meðmælendur Dorritar voru meðal annarra Karl Sigurbjörnsson biskup og Rannveig Rist, forstjóri Alcan. Dorrit og Ólafur hafa átt vingott frá því laust fyrir aldamót, en þau gengu í hjónaband vorið 2003. Dorrit hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar síðan hún hóf að heimsækja landið reglulega. Hún hefur einnig verið kölluð Norræna stjarnan af þekktum erlendum tískutímaritum. Dorrit fæddist í Jerúsalem í Ísrael en bjó lengst af ævi sinnar í Bretlandi þar sem fjölskylda hennar rekur stóra keðju skartgripaverslana. Dorrit er ekki fyrsta eiginkona íslensks forseta sem er af erlendu bergi brotin því Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, átti danska eiginkonu.
Innlent Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira