Maður um þrítugt var handtekinn í gær á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fyrir ofsaakstur og grun um að aka undir áhrifjum lyfja.
Fyrst var tilkynnt um ógætilegan akstur mannsins í Þingholtunum. Lögreglubíll mætti manninum á Laugavegi við Nóatún og gerði tilraun til að stöðva hann, en maðurinn stakk af og upphófst eltingaleikur. Loks var maðurinn stöðvaður við Kringluna, en ekki vildi hann koma með góðu og þurfti að beita afli til að handtaka hann. Í bílnum fundust fíkniefni og er maðurinn grunaður um að aka undir áhrifjum lyfja.