Greiðsla strax eða kettinum yrði lógað 24. júlí 2006 06:00 Kristján sækir hér köttinn Nölu Kristján þurfti að slá lán til að bjarga lífi Nölu. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja krafðist fimmtán þúsund króna skráningagjalds eftir að kötturinn var veiddur í búr í Höfnum. MYND/Vf/ellert Grétarsson Eigandi tveggja ára kattarins Nölu, Kristján Guðmundsson, í Höfnum fékk ekki greiðslufrest til mánaðarmóta og sló lán til að borga köttinn sinn úr haldi heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Kötturinn var fangaður fyrir utan heimili hans og átti að aflífa hann á miðvikudag yrði greiðslan ekki innt af hendi. „Framkoma heibrigðisyfirvalda er svo ómannúðleg,“ segir Kristján, sem flutti frá Akureyri með fjölskyldunni og köttum sínum tveimur fyrir ári. „Þá fór ég með kettina til dýralæknis, skráði þá og lét bólusetja og ormahreinsa eins og ber. Ég spurði hvort ég hefði þá gengið frá öllu vegna flutningsins á þeim. Ég vissi ekki að kattahald kostaði fimmtán þúsund í sveitarfélaginu. Þannig var það ekki á Akureyri,“ segir Kristján. Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitisins, segir Kristjáni bæði hafa verið boðið að greiða með kreditkorti fram í tímann eða skilja eftir ávísun. Það hafi hann ekki getað gert. „Við förum eftir reglunum og erfitt að gera undantekningar. Það er ekki fyrir opinbert embætti að mismuna fólki,“ segir Magnús. Reglur um kattahald séu mismunandi eftir sveitarfélögum og stífar í Reykjanesbæ til að koma í veg fyrir að fólk fái sér ketti, hirði svo ekki um þá og láti lóga. Síðan reglurnar voru settar taki fólk ekki ákvarðarnir um dýrahald í fljótfærni. Nú heyri til undantekninga sé óskað eftir að köttum sé lógað. Magnús segir eftirlitið reglulega auglýsa skilmálana í bæjarblöðum, en bendir þeim á sem ekki vita að tilkynna þurfi eftirlitinu sjálfu um kattahaldið. Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Eigandi tveggja ára kattarins Nölu, Kristján Guðmundsson, í Höfnum fékk ekki greiðslufrest til mánaðarmóta og sló lán til að borga köttinn sinn úr haldi heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Kötturinn var fangaður fyrir utan heimili hans og átti að aflífa hann á miðvikudag yrði greiðslan ekki innt af hendi. „Framkoma heibrigðisyfirvalda er svo ómannúðleg,“ segir Kristján, sem flutti frá Akureyri með fjölskyldunni og köttum sínum tveimur fyrir ári. „Þá fór ég með kettina til dýralæknis, skráði þá og lét bólusetja og ormahreinsa eins og ber. Ég spurði hvort ég hefði þá gengið frá öllu vegna flutningsins á þeim. Ég vissi ekki að kattahald kostaði fimmtán þúsund í sveitarfélaginu. Þannig var það ekki á Akureyri,“ segir Kristján. Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitisins, segir Kristjáni bæði hafa verið boðið að greiða með kreditkorti fram í tímann eða skilja eftir ávísun. Það hafi hann ekki getað gert. „Við förum eftir reglunum og erfitt að gera undantekningar. Það er ekki fyrir opinbert embætti að mismuna fólki,“ segir Magnús. Reglur um kattahald séu mismunandi eftir sveitarfélögum og stífar í Reykjanesbæ til að koma í veg fyrir að fólk fái sér ketti, hirði svo ekki um þá og láti lóga. Síðan reglurnar voru settar taki fólk ekki ákvarðarnir um dýrahald í fljótfærni. Nú heyri til undantekninga sé óskað eftir að köttum sé lógað. Magnús segir eftirlitið reglulega auglýsa skilmálana í bæjarblöðum, en bendir þeim á sem ekki vita að tilkynna þurfi eftirlitinu sjálfu um kattahaldið.
Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira