Fjárfesting félagsins stórkostleg mistök 24. júlí 2006 07:45 Vestmannaeyjabær Þegar Íslensk matvæli urðu gjaldþrota tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum fjármunum. Í greinargerð sinni segir Bergur Ágústsson að bæjarstjórn hafi ekki vitað af þessum kaupum þegar hún lagði pening í félagið. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir mistök hafa verið gerð þegar Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja ákvað að leggja nánast allan sinn pening í eitt fyrirtæki, Íslensk matvæli. „Út frá þeim reglum sem gilda um svipuð eignarhaldsfélög og hvernig þau starfa er augljóst mál að þetta voru stórkostleg mistök,“ segir hann. Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir auðvelt að vera vitur eftir á, en hann var stjórnarformaður félagsins þegar kaupin voru gerð. „Þegar við gengum frá kaupunum á Íslenskum matvælum höfðum við undir höndum kannanir frá greiningardeild Íslandsbanka og endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Þar lá fyrir að þetta væri ekki slæm fjárfesting.” Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja, sagði af sér á dögunum vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð sem hann skrifaði til Byggðastofnunar segir hann að Guðjón Hjörleifsson hafi ekki greitt fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja eins og hlutafélagaskrá hafi verið tilkynnt um. Einnig hafi hann ekki látið bæjarstjórn vita af kaupum á fyrirtækinu Íslenskum matvælum. Guðjón segir það alrangt sem Bergur segir að hann og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, hafi átt að leggja til tvær milljónir í stofnféð. „Það stóð aldrei til að við yrðum hluthafar í félaginu, enda enginn einstaklingur hluthafi í því. Við lánuðum kennitölur okkar til að hægt væri að stofna félagið. Stofnféð átti að koma annars staðar frá og gerði það.“ Hann segir einnig rangt að bæjarstjórn hafi ekki vitað af kaupunum, rætt hafi verið um þau á aðalfundi eignarhaldsfélagsins og bæjarstjórnarfundum. Daginn eftir stofnun Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja var gengið frá kaupum þess á fyrirtækinu Íslenskum matvælum fyrir 130 milljónir króna. Rúmu ári síðar kom í ljós að rekstur fyrirtækisins gekk ekki sem skyldi og varð það gjaldþrota. Tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum peningum á kaupunum og var nálægt því að fara í gjaldþrot. Ekki náðist í Berg Elías Ágústsson vegna málsins í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir mistök hafa verið gerð þegar Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja ákvað að leggja nánast allan sinn pening í eitt fyrirtæki, Íslensk matvæli. „Út frá þeim reglum sem gilda um svipuð eignarhaldsfélög og hvernig þau starfa er augljóst mál að þetta voru stórkostleg mistök,“ segir hann. Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir auðvelt að vera vitur eftir á, en hann var stjórnarformaður félagsins þegar kaupin voru gerð. „Þegar við gengum frá kaupunum á Íslenskum matvælum höfðum við undir höndum kannanir frá greiningardeild Íslandsbanka og endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Þar lá fyrir að þetta væri ekki slæm fjárfesting.” Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja, sagði af sér á dögunum vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð sem hann skrifaði til Byggðastofnunar segir hann að Guðjón Hjörleifsson hafi ekki greitt fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja eins og hlutafélagaskrá hafi verið tilkynnt um. Einnig hafi hann ekki látið bæjarstjórn vita af kaupum á fyrirtækinu Íslenskum matvælum. Guðjón segir það alrangt sem Bergur segir að hann og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, hafi átt að leggja til tvær milljónir í stofnféð. „Það stóð aldrei til að við yrðum hluthafar í félaginu, enda enginn einstaklingur hluthafi í því. Við lánuðum kennitölur okkar til að hægt væri að stofna félagið. Stofnféð átti að koma annars staðar frá og gerði það.“ Hann segir einnig rangt að bæjarstjórn hafi ekki vitað af kaupunum, rætt hafi verið um þau á aðalfundi eignarhaldsfélagsins og bæjarstjórnarfundum. Daginn eftir stofnun Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja var gengið frá kaupum þess á fyrirtækinu Íslenskum matvælum fyrir 130 milljónir króna. Rúmu ári síðar kom í ljós að rekstur fyrirtækisins gekk ekki sem skyldi og varð það gjaldþrota. Tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum peningum á kaupunum og var nálægt því að fara í gjaldþrot. Ekki náðist í Berg Elías Ágústsson vegna málsins í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira