Ráðherra segir stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað 23. júlí 2006 08:30 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra Hefur hrint af stað vinnu sem miðar að því að móta heildstæða forvarnastefnu, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. MYND/Pjetur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur komið á rekspöl umfangsmikilli vinnu vegna forvarnamála. Annars vegar á að draga upp heildarmynd af því forvarnastarfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvarnastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Magnús lagði minnisblað þessa efnis fyrir ríkisstjórnarfund á dögunum. „Forvarnir eru mjög mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið en málefni fjölskyldunnar og þar með barna og unglinga heyra undir ráðuneyti hans. Magnús sagði ekkert liggja fyrir um hvort forvarnastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hætti. Fyrst og fremst vildi hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvarnastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraftana markvissara.“ Aðspurður segir hann ekki liggja ljóst fyrir hve háum fjárhæðum sé varið árlega til forvarnastarfs en af störfum sínum í fjárlaganefnd Alþingis sé honum mætavel ljóst að töluverðir peningar fari í ýmis verkefni. Fréttir hafa borist af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um landið yfir sumarmánuðina. Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef orðið vitni að drykkjuskap ungmenna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að börn og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju.“ Verslunarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á útihátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvarnamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Ég vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefur það verið og þannig verður það.Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. Og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“ Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur komið á rekspöl umfangsmikilli vinnu vegna forvarnamála. Annars vegar á að draga upp heildarmynd af því forvarnastarfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvarnastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Magnús lagði minnisblað þessa efnis fyrir ríkisstjórnarfund á dögunum. „Forvarnir eru mjög mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið en málefni fjölskyldunnar og þar með barna og unglinga heyra undir ráðuneyti hans. Magnús sagði ekkert liggja fyrir um hvort forvarnastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hætti. Fyrst og fremst vildi hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvarnastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraftana markvissara.“ Aðspurður segir hann ekki liggja ljóst fyrir hve háum fjárhæðum sé varið árlega til forvarnastarfs en af störfum sínum í fjárlaganefnd Alþingis sé honum mætavel ljóst að töluverðir peningar fari í ýmis verkefni. Fréttir hafa borist af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um landið yfir sumarmánuðina. Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef orðið vitni að drykkjuskap ungmenna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að börn og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju.“ Verslunarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á útihátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvarnamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Ég vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefur það verið og þannig verður það.Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. Og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“
Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira